Elsti sonur stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo lék sinn fyrsta leik í portúgalska landsliðsbúningnum þegar hann kom inn af bekknum í 4-1 sigri U15 landsliðsins gegn Japan.
Portúgal leiddi 3-0 eftir þrennu frá Rafael Cabral (sem er hjá Braga) þegar Cristiano Ronaldo Jr kom inn á 54. mínútu.
Portúgal leiddi 3-0 eftir þrennu frá Rafael Cabral (sem er hjá Braga) þegar Cristiano Ronaldo Jr kom inn á 54. mínútu.
„Til hamingju með fyrsta leikinn fyrir Portúgal sonur. Mjög stoltur af þér," skrifaði Ronaldo eldri á samfélagsmiðla.
Ronaldo yngri er 14 ára gamall framherji sem er í akademíu Al Nassr, félagsins í Sádi-Arabíu sem faðir hans spilar fyrir.
Portúgalska U15 landsliðið tekur þátt í móti í Portúgal og mun næsta leika gegn Grikkjum í dag og svo gegn Englandi á föstudag. Síðasti leikur liðsins á mótinu verður svo á sunnudag en óráðið er hver mótherjinn verður þá.
Athugasemdir