Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 14:57
Elvar Geir Magnússon
Baskar margfalda bjórverðið fyrir leik Tottenham og Man Utd
Stuðningsmenn Manchester United í Barcelona 1999.
Stuðningsmenn Manchester United í Barcelona 1999.
Mynd: EPA
Tottenham og Manchester United mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bilbao á Spáni í næstu viku. Verð í borginni hefur rokið upp úr öllu valdi í aðdraganda leiksins.

Daily Mail segir að kostnaður við hótelherbergi hafi skotist upp um 900% en búist er við um 80 þúsund fótboltaáhugamönnum til borgarinnar en aðeins helmingur þeirra er með miða á leikinn.

Kepa Loizaga, fulltrúi neytendasamtaka Baskahéraðs, hefur gagnrýnt þessar hækkanir og hvetur bari og veitingastaði til að selja ekki bjórglasið á 10 evrur eins og var gert þegar úrslitaleikur Evrópubikarsins í ruðningi var spilaður í Bilbao 2018.

Þess má geta að 10 evrur eru um 1.450 krónur. Verðlag sem Íslendingar ættu reyndar ekki að kvarta mikið yfir en samkvæmt Finder þá er meðalverð á pintu hér á Íslandi um 1.570 krónur.

Loizaga varar vetingahúsaeigendur í Bilbao við því hvaða ímynd borgin skapar með verðlagi sínu í kringum komandi leik. Enskir fjölmiðlar fjalla mikið um þær hækkanir sem eru í borginni vegna leiksins.
Athugasemdir
banner