Kyle Walker er sagður snúa aftur til Manchester City í sumar þar sem AC Milan hefur kosið að nýta sér ekki kauprétt í lánssamningi hans.
Walker fór til AC Milan á láni í janúar síðastliðnum og inn í þeim samningi var kaupmöguleiki fyrir ítalska stórveldið upp á 5 milljónir evra.
Walker fór til AC Milan á láni í janúar síðastliðnum og inn í þeim samningi var kaupmöguleiki fyrir ítalska stórveldið upp á 5 milljónir evra.
Hinn 34 ára gamli Walker hefur komið við sögu í tólf leikjum fyrir Milan en félagið virðist ekki vera það heillað af honum.
Calciomercato segir að Milan ætli sér ekki að nýta kaupréttinn og talar Daily Mail um að það sé „vandræðalegt" fyrir bakvörðinn þar sem verðmiðinn sé svo lítill.
Walker er goðsögn hjá Man City en hann á ekki mikla framtíð þar og því spurning hvað gerist hjá honum í sumar.
Athugasemdir