Liðslæknir albanska liðsins Vllaznia var settur í handjárn fyrir leik liðsins gegn Egnatia um síðustu helgi. Albanskir fjölmiðlar segja að talsvert magn af flugeldum hafi fundist í bakpoka sem hann var með.
Lögreglan í Tirana ákvað af öryggisástæðum að vera með öryggisleit fyrir leikinn og var læknirinn fluttur burt í handjárnum.
Lögreglan í Tirana ákvað af öryggisástæðum að vera með öryggisleit fyrir leikinn og var læknirinn fluttur burt í handjárnum.
Vllaznia var mótherji Vals í Evrópukeppninni á síðasta ári og mikil ólæti sköpuðust eftir viðureign liðanna á Hlíðarenda.
Stjórnarmaður Vllaznia kastaði flösku úr stúkunni í átt að dómaranum. Þá hræktu einhverjir úr stuðningsmannahópi gestanna á dómarateymið þegar það gekk af velli auk þess sem forseti og framkvæmdastjóri albanska félagsins hótuðu stjórnarmönnum Vals lífláti.
Ónafngreindur stuðningsmaður Vals sagði við Vísi að stuðningsmaður Vllaznia hafi hótað að skera úr sér augun.
Málið var tilkynnt til UEFA og gríðarleg öryggisgæsla var í kringum seinni viðureign liðanna sem farm fór í Albaníu. Þar vann Valsliðið 4-0 sigur og kom sér í næstu umferð.
Athugasemdir