Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal getur fengið hann fyrir 60 milljónir punda
Mynd: EPA
Arsenal hefur fengið þau skilaboð frá Sporting að enska félagið geti fengið Viktor Gyökeres, framherja portúgalska liðsins, ef félagið reiðir fram 60 milljónir punda. Það er Mirror sem greinir frá.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill fá inn framherja í sumar og eru Gyökeres og Benjamin Sesko hjá RB Leipzig efstir á lista.

Gyökeres hefur skorað 38 mörk og lagt upp sjö í 32 leikjum Sporting í portúgölsku deildinni. Sporting er tilbúið að selja en vill klára viðskiptin af snemma í sumar.

Gyökeres er 26 ára Svíi sem er sagður vilja fá meira en 200 þúsund pund í vikulaun og yrði einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann kæmi.

Lengi hefur verið talað um þörfina fyrir Arsenal að fá framherja en þeir Kai Havertz, Gabriel Jesus og Mikel Merino hafa leyst stöðu fremsta manns í flestum leikjum í vetur.
Athugasemdir