Real Madrid er nálægt því að staðfesta komu Trent Alexander-Arnold til félagsins en spænska stórveldið vonast til þess að hann muni spila með liðinu á HM félagsliða í sumar.
Real Madrid verður að komast að samkomulagi við Liverpool um upphæð til að losa Alexander-Arnold undan samningi fyrir 30. júní, sem er dagurinn þar sem samningur hans rennur út.
Real Madrid verður að komast að samkomulagi við Liverpool um upphæð til að losa Alexander-Arnold undan samningi fyrir 30. júní, sem er dagurinn þar sem samningur hans rennur út.
Samkvæmt ESPN hefur Liverpool beðið um 1 milljón evra til að losa bakvörðinn undan samningi fyrr.
Alexander-Arnold er ekki vinsælasti maðurinn í Liverpool um þessar mundir en það var baulað á hann í síðasta leik eftir að hann ákvað að yfirgefa uppeldisfélagið sitt á frjálsri sölu.
Athugasemdir