Gamla stórveldð Sampdoria á Ítalíu féll niður í ítölsku C-deildina í gær, í fyrsta skipti í 78 ára sögu sinni.
Liðið endaði tímabilið í 18. sæti ítölsku B-deildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Juve Stabia. Með því misstu þeir af tækifærinu til að keppa í umspili um að halda sér í deildinni, þar sem Salernitana tryggði það með 2-0 sigri á Cittadella.
Það hefur gengið erfiðlega hjá Sampdoria síðustu tímabil. Andrea Pirlo var ráðinn þjálfari árið 2023 en náði ekki að koma liðinu aftur í efstu deild í gegnum umspil. Þrátt fyrir lof frá eigendum félagsins var Pirlo rekinn snemma á næsta tímabili eftir slakt gengi.
Fjórir mismunandi þjálfarar stýrðu liðinu á þessu tímabili, þar á meðal Leonardo Semplici sem var á endanum látinn fara eftir 3-0 tap gegn Frosinone. Eftir þann leik köstuðu reiðir stuðningsmenn grjóti og öðru lauslegu í liðsrútu Sampdoria.
Liðið endaði tímabilið í 18. sæti ítölsku B-deildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Juve Stabia. Með því misstu þeir af tækifærinu til að keppa í umspili um að halda sér í deildinni, þar sem Salernitana tryggði það með 2-0 sigri á Cittadella.
Það hefur gengið erfiðlega hjá Sampdoria síðustu tímabil. Andrea Pirlo var ráðinn þjálfari árið 2023 en náði ekki að koma liðinu aftur í efstu deild í gegnum umspil. Þrátt fyrir lof frá eigendum félagsins var Pirlo rekinn snemma á næsta tímabili eftir slakt gengi.
Fjórir mismunandi þjálfarar stýrðu liðinu á þessu tímabili, þar á meðal Leonardo Semplici sem var á endanum látinn fara eftir 3-0 tap gegn Frosinone. Eftir þann leik köstuðu reiðir stuðningsmenn grjóti og öðru lauslegu í liðsrútu Sampdoria.
Alberico Evani var að lokum fenginn sem fjórði þjálfarinn með von um að bjarga liðinu. Roberto Mancini, fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu, kom inn sem sérstakur ráðgjafi en hann er goðsögn hjá félaginu eftir að hafa verið leikmaður á blómaskeiði þess.
Evani byrjaði vel með 1-0 sigri á Cittadella, en árangur hans dugði ekki til að halda liðinu í deildinni. Með þessu lauk dramatísku tímabili hjá Sampdoria, og liðið mun spila í Serie C næsta tímabil.
Athugasemdir