Manchester United er að fylgjast með stöðu mála hjá Callum Hudson-Odoi, kantmanni Nottingham Forest.
Þetta herma heimildir Sky Sports.
Þetta herma heimildir Sky Sports.
Samningur Hudson-Odoi rennur út á næsta ári en Forest er í viðræðum við hann um nýjan samning.
Hann hefur átt fínasta tímabil en þessi öflugi kantmaður var á sínum tíma talinn einn efnilegasti leikmaður Englendinga þegar hann var á mála hjá Chelsea. Hann náði ekki að slá þar í gegn en hefur fundið sig hjá Forest.
Sky sagði einnig frá því á dögunum að ítölsku félögin Napoli og Roma hefðu einnig áhuga á honum.
Athugasemdir