Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðurkennir að Danmörk hefði ekki átt að mæta strax aftur
Mynd: EPA
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, viðurkennir að það hafi verið rangt að hefja leikinn gegn Finnlandi að nýju í gær, eftir að Christian Eriksen hneig niður undir lok fyrri hálfleiks.

Eriksen fór í hjartastopp en sem betur fer tókst að bjarga lífi hans og er líðan hans stöðug núna.

Leikurinn hófst aftur eftir nokkurra klukkustunda pásu. Það var augljóst að leikmenn Danmerkur voru ekki í andlegu standi til að spila fótbolta. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Finnlandi.

Danir fengu tvo möguleika; að klára leikinn í gærkvöldi eða spila í hádeginu í dag.

„Það var rangt að láta okkur velja. Þetta var mjög erfitt fyrir leikmennina. Þeir voru ekki vissir um það hvort þeir væru að fara að missa besta vin sinn. Það var rangt að setja leikmennina í þá stöðu að velja," sagði Hjulmand.

Peter Schmeichel, goðsögn í Danmörku, gagnrýnir UEFA harðlega. „Þetta er fáránleg ákvörðun hjá UEFA. Þeir hefðu átt að reyna að finna aðra lausn og sýna samkennd, en það gerðu þeir ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner