Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wales og skelfilegu liðsmyndirnar
Mynd: EPA
Wales byrjaði Evrópumótið á fínum úrslitum gegn Sviss. Þeir gerðu 1-1 jafntefli í leik sem fór fram á laugardag.

Það var mikið rætt og skrifað um liðsmynd sem Wales tók fyrir leikinn gegn Sviss.

Fyrir fullkomunarsinna er ekki gott að horfa á liðsmyndina.

Þetta er ekkert nýtt hjá Wales samt. Þetta er orðin ákveðin rútína fyrir liðið og má kalla þetta hjátrú. Joe Ledley, fyrrum landsliðsmaður, útskýrði söguna á bak við liðsmyndirnar slæmu í viðtali árið 2016.

„Við vorum bara mjög lélegir í þeim. Við vorum ekki fyrst mikið að spá í þessu en svo skoðuðum þetta og sáum að þær voru skelfilegar. Við ákváðum að halda því þannig bara. Þessu hefur fylgt heppni," sagði Ledley en Wales fór í undanúrslitin á EM 2016.

Þeir byrja vel á þessu móti og munu því væntanlega halda áfram að stilla sér illa upp.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner