Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mið 14. júní 2023 15:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfons: Nú er undir mér komið að sýna að ég hafi skilið hann rétt
Icelandair
Þetta er leikurinn þar sem við þurfum að byrja snúa taflinu okkur í vil
Þetta er leikurinn þar sem við þurfum að byrja snúa taflinu okkur í vil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég man þegar ég var sjálfur í stúkunni
Ég man þegar ég var sjálfur í stúkunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er risaleikur á 17. júní heima, stefnir í gott veður og þetta er leikurinn þar sem við þurfum að byrja snúa taflinu okkur í vil. Við ætlum að gera allt sem við getum til að vera klárir," sagði landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted við Fótbolta.net í dag.

Þann 17. júní mætir Slóvakía á Laugardalsvöll en horft er á Slóvakíu og Bosníu-Hersegóvínu sem helstu samkeppnisaðila Íslands í riðlinum - þar sem gengið er út frá því að Portúgal vinni riðilinn.

„Hver leikur hefur sitt eigið líf, ef við förum með því hugarfari að fara bæta upp fyrir eitthvað (tapið í Bosníu) þá gæti það farið í vitlausa átt. Við töpuðum stigum þar sem hefðu verið verðmæt í baráttunni um að koma áfram. Núna erum við á heimavelli og þurfum að nýta heimavöllinn okkar til að ná í stiginn sem koma okkur í sæti sem koma okkur svo áfram."

„Það er að sjálfsögðu tilhlökkun. Það er langt síðan maður spilaði leik í góðu veðri á Íslandi, ég man þegar ég var sjálfur í stúkunni þegar við vorum að koma okkur á stórmótin, þá leið mér eins og ég væri að hjálpa í stúkunni. Ég hlakka til að vera inn á vellinum og finna stuðninginn."

„Klárlega, ég finn það þegar ég spila úti í Hollandi, þar erum við með virkilega góða stuðningsmenn. Þegar þeir byrja að syngja og styðja okkur þá fær maður aukakraft."

„Åge hefur komið til mín og sagt mér hvers hann ætlast af mér, sem er líklega það sem hann hefur gert við alla hina. Mér líður eins og ég sé kominn með virkilega skýra mynd af því hvað hann vill að ég taki með inn í liðið og leikina. Nú er það bara undir mér komið að sýna að ég hafi skilið hann rétt."

„Leikformið er nokkuð fínt, ég spilaði nokkra leiki sem byrjunarliðsmaður, kom nokkrum sinnum inn af bekknum og það voru nokkrir leikir þar sem ég „ákvað" að sitja á og horfa allan tímann. Heilt yfir er ég í flottu formi,"
sagði Alfons.

Í viðtalinu, sem sjá má í heild sinni í spilaranum efst, ræðir Alfons um skiptin til Twente og fyrsta hálfa árið í Hollandi.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner