Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   lau 14. júní 2025 22:03
Anton Freyr Jónsson
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður ekki vel. Þegar þú tapar leik þá líður þér aldrei vel við vorum sjálfum okkur verstir í kvöld," sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals eftir tapið á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 Valur

Stjarnan byrjaði leikinn gríðarlega vel og komst yfir og þá vöknuðu gestirnir í Val til lífs og Tufa var ekki ánægður með byrjunina á leiknum í kvöld. 

„Ég er búinn að ræða þetta mjög mikið í vikunni. Stjarnan er besta liðið í deildinni hvernig þeir byrja leiki og sérstaklega hérna á Samsungvellinum og við einhverneigin náum engum svörum við þeirra byrjun en við náðum bara ekki að svara þeim."

Bjarni Mark Duffield hjá Val fékk beint rautt spjald tveim­ur mín­út­um eft­ir að Pat­rick Peder­sen minnkaði mun­inn í 3:2 og það hægði á Vals­mönn­um. Bjarni Mark Duffield var einnig sendur í sturtu með beint rautt spjald í leik þessara liða á síðustu leiktíð á Samsungvellinum. 

„Ég hef ekki séð at­vikið aft­ur en okk­ur á bekkn­um fannst Örvar hlaupa á Bjarna og henda sér niður. Þeir gerðu það oft í leikn­um. Þeir voru að biðja um víti og annað en ég þarf að sjá þetta bet­ur. Ég ræði yf­ir­leitt ekki um dóm­ar­ana en þeir voru of mikið að henda sér niður og von­andi hætta þeir því í næsta leik.“

Pat­rick Peder­sen lék sinn 200 leik fyrir Val í kvöld og skoraði bæði mörk Vals í kvöld. Hann er kom­inn með ell­efu mörk í ell­efu leikj­um á tíma­bil­inu og 127 mörk í efstu deild. Hann er aðeins fjór­um mörk­um frá Tryggva Guðmunds­syni, marka­hæsta leik­manni efstu deild­ar frá upp­hafi.

„Það er heiður fyr­ir mig að þjálfa mann­eskju og leik­mann eins og Pat­rick. Hann ger­ir allt 100 pró­sent og þá upp­sker maður yf­ir­leitt. Hann er mik­ill Valsmaður. Ég tek hatt minn ofan fyr­ir hon­um,“ sagði Túfa.


Athugasemdir
banner
banner
banner