Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   lau 14. júní 2025 22:03
Anton Freyr Jónsson
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður ekki vel. Þegar þú tapar leik þá líður þér aldrei vel við vorum sjálfum okkur verstir í kvöld," sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals eftir tapið á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 Valur

Stjarnan byrjaði leikinn gríðarlega vel og komst yfir og þá vöknuðu gestirnir í Val til lífs og Tufa var ekki ánægður með byrjunina á leiknum í kvöld. 

„Ég er búinn að ræða þetta mjög mikið í vikunni. Stjarnan er besta liðið í deildinni hvernig þeir byrja leiki og sérstaklega hérna á Samsungvellinum og við einhverneigin náum engum svörum við þeirra byrjun en við náðum bara ekki að svara þeim."

Bjarni Mark Duffield hjá Val fékk beint rautt spjald tveim­ur mín­út­um eft­ir að Pat­rick Peder­sen minnkaði mun­inn í 3:2 og það hægði á Vals­mönn­um. Bjarni Mark Duffield var einnig sendur í sturtu með beint rautt spjald í leik þessara liða á síðustu leiktíð á Samsungvellinum. 

„Ég hef ekki séð at­vikið aft­ur en okk­ur á bekkn­um fannst Örvar hlaupa á Bjarna og henda sér niður. Þeir gerðu það oft í leikn­um. Þeir voru að biðja um víti og annað en ég þarf að sjá þetta bet­ur. Ég ræði yf­ir­leitt ekki um dóm­ar­ana en þeir voru of mikið að henda sér niður og von­andi hætta þeir því í næsta leik.“

Pat­rick Peder­sen lék sinn 200 leik fyrir Val í kvöld og skoraði bæði mörk Vals í kvöld. Hann er kom­inn með ell­efu mörk í ell­efu leikj­um á tíma­bil­inu og 127 mörk í efstu deild. Hann er aðeins fjór­um mörk­um frá Tryggva Guðmunds­syni, marka­hæsta leik­manni efstu deild­ar frá upp­hafi.

„Það er heiður fyr­ir mig að þjálfa mann­eskju og leik­mann eins og Pat­rick. Hann ger­ir allt 100 pró­sent og þá upp­sker maður yf­ir­leitt. Hann er mik­ill Valsmaður. Ég tek hatt minn ofan fyr­ir hon­um,“ sagði Túfa.


Athugasemdir
banner
banner