Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. júlí 2020 10:30
Innkastið
Óli Jó og Heimir Guðjóns núlluðu hvorn annan út
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals og Ólafur Jóhannesson annar af þjálfurum Stjörnunnar í bakgrunni.
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals og Ólafur Jóhannesson annar af þjálfurum Stjörnunnar í bakgrunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst Óli Jó og Heimir Guðjóns, sem þekkja hvorn annan út og inn, núlla hvorn annan út," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær um markalaust jafntefli Vals og Stjörnunnar í Pepsi Max-deildinni í gærkvöldi.

„Þessi leikur var ekki merkilegur. Besti maður vallarins var Pétur Guðmundsson dómari," sagði Elvar.

Stjarnan var að spila sinn fyrsta leik í tæpar þrjár vikur en leikmenn liðsins losnuðu úr tveggja vikna sóttkví á fimmtudaginn.

„Stig á Hlíðarenda hlýtur að vera fínt fyrir lið sem er að koma úr tveggja vikna sóttkví," sagði Gunnar Birgisson. „Ég hefði frekar búist við 3-3 ef að þetta myndi enda jafntefli."

Valsmenn eru með tíu stig eftir fimm leiki en þeir hafa einungis krækt í eitt stig í fyrstu þremur heimaleikjum sínum á tímabilinu.

„Þetta eru mjög fín úrslit fyrir Stjörnuna en ekki nógu gott fyrir Val sem hefur ekki gert miklar rósir á heimavelli í byrjun móts," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið í heild sinni.
Innkastið - Fylkir kemur öllum á óvart og óvæntur brottrekstur
Athugasemdir
banner
banner
banner