“Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við vorum að spila við lélegasta liðið í deildinni og við stjórnuðum leiknum frá A-Ö.“ Sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þórs eftir 0-0 jafntefli við HK í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór 0 - 0 HK
„Þeir áttu ekki roð í okkur nema við náðum bara ekki að setja helvítis boltann yfir línuna. Það er ótrúlega svekkjandi sérstaklega þar sem við fengum urmul af færum og ég get ekki einu sinni talið hvað við fengum mörk föst leikatriði til að setja boltann inn.“
„Þeir voru bara allir inn í markinu og það er bara erfitt að skora þannig.“
„Annað liðið spilaði fótbolta en hitt liðið spilaði ekki fótbolta eða ég veit ekki þeir voru varla með. Við vorum bara að sparka framhjá keilum. En við náðum bara ekki að setja boltann yfir línuna og það er þvílíkt ömurlegt.“
Nánar er rætt við Donna í spilaranum fyrir ofan. Meðal annars um möguleika Þórs á sæti í efstu deild á næsta ári.
Athugasemdir























