Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   mán 14. ágúst 2017 20:39
Matthías Freyr Matthíasson
Milos: Ég sótti alla þessa leikmenn í Víkingsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
´„Ég er í raun svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við standa okkur vel í svona 70 mínútur eða kannski aðeins minna, þangað til við fengum seinna markið á okkur. En ég get ekki sagt að þetta sé ósanngjarnt því þeir voru að stjórna leiknum þannig að við þurftum að stela eitthvað úr þessum skyndisóknum sem við fengum og góðum skotstöðum en við vorum ekki ákveðnir þar og án fókus í föstum leikatriðum að þá kostar það alltaf" sagði svekktur Milos Milojevic eftir tap á móti sínum fyrrum lærisveinum í Víkingi R.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Víkingur R.

„Okkur vantar Geoffrey í okkar lið. Sóknarmann sem getur gert gæfumuninn. Ég sé ekki að þeir spiluðu okkur í sundur þegar þeir skora, Geoffrey gerði það upp á sín eigin gæði og til þess eru strikerar, til að brjóta upp leik fyrir þig þegar það gengur ekki alveg vel"

Þú talar um Geoffrey, þú sóttir hann til landsins. Var skrítið að stýra Blikum á móti Víkingum.

„Nei nei, ég sótti alla þessa leikmenn í Víkingsliðinu. En ég er sáttur þegar leikmönnum gengur vel. Ég hefði endilega viljað að hann hefði skorað tvö mörk og við þrjú. Það eina sem ég hugsa um er að vinna stig fyrir mitt lið"

Ertu svekktur að Kristinn Jónsson hafi farið í þessa tæklingu með gult spjald á bakinu?

„Já að sjálfsögðu. Maður sem er með reynslu eins og hann á ekki að gera það en það gerist í hita leiksins"

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu hér að ofan og meðal annars um dómgæsluna í leiknum.
Athugasemdir