Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mið 14. ágúst 2019 20:34
Elvar Geir Magnússon
Óli Kristjáns: Höfum síðustu daga verið að fá SMS
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ákveðið spennufall," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, um sín fyrstu viðbrögð eftir sigur á KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Við vorum að mæta gríðarlega öflugu KR-liði sem er búið að vera virkilega gott í sumar. Auðvitað hefur maður alltaf trú á því að maður geti unnið. Við byrjum vel, með marki. Þeir koma sér inn í leikinn með marki og eru sterkari í fyrri hálfleiknum. En svipað og í Valsleiknum þá náum við að stilla okkur af í hálfleik og eigum virkilega flottan seinni hálfleik."

„Við vinnum - að mér fannst - verðskuldað," sagði Óli.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 KR

Umræðan hefur kannski ekki verið sérstaklega jákvæð í garð FH í sumar, en liðið hefur verið að ná í góð úrslit að undanförnu og er núna í þriðja sæti í deild og í úrslitaleik bikars.

„Þegar stórveldi hikstar aðeins þá hlakkar í öllum, en við höfum bara haldið kúrs," sagði Óli og bætti við:

„Á síðustu dögum höfum við verið að fá SMS um hvernig á að stilla upp liðinu. Frábær hjálp, en við verðum bara að trúa á það sem við erum að gera og halda áfram. Annað hvort tekst það eða það tekst ekki."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner