Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: Grótta stöðvaði Stjörnuna
Gróttustrákar sóttu dýrmætt stig í Garðabæinn.
Gróttustrákar sóttu dýrmætt stig í Garðabæinn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan 1 - 1 Grótta
1-0 Guðjón Pétur Lýðsson ('26)
1-1 Karl Friðleifur Gunnarsson ('75)

Búist var við sigri Stjörnunnar þegar Grótta mætti til leiks í Garðabæinn í kvöld en það voru Seltirningar sem áttu fyrsta dauðafærið.

Dauðafærin telja þó ekki og komst Stjarnan yfir tólf mínútum síðar þökk sé marki frá Guðjóni Pétri Lýðssyni, sem skoraði eftir sendingu frá Heiðari Ægissyni.

Hilmar Árni Halldórsson átti skot í stöng skömmu síðar en gestirnir voru ekki á því að gefast upp og komust nálægt því að jafna fyrir leikhlé, en inn vildi boltinn ekki og staðan 1-0.

Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega eftir fjörugan fyrri hálfleik en þegar tók að líða á leikinn gerðu gestirnir sig líklegri til að jafna. Eftir góða markvörslu frá Halldóri Björnssyni tókst Karli Friðleifi Gunnarssyni loks að jafna fyrir Gróttu á 75. mínútu.

Sölvi Snær Guðbjargarson var ekki ýkja langt frá því að gera sigurmark Stjörnunnar undir lokin en boltinn fór ekki inn og lokatölur 1-1 eftir nokkuð jafnan leik.

Stjarnan er með 15 stig eftir 7 umferðir, fjórum stigum eftir toppliði Vals og með tvo leiki til góða. Þetta var sjötta stig Gróttu sem er áfram í fallsæti eftir tíu fyrstu leiki deildartímabilsins.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner