Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. ágúst 2020 07:30
Aksentije Milisic
Persie: Arteta getur orðið frábær stjóri
Mynd: Getty Images
Robin Van Persie, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur mikla trú á Mikel Arteta, stjóra Arsenal, og segir Persie að hann gæti náð langt í þjálfun.

Arteta vann enska bikarinn með Arsenal á dögunum en hann tók við liðinu þegar Unai Emery var látinn fara í vetur. Freddie Ljungberg hafði þá stýrt Arsenal tímabundið.

„Hann var góður leikmaður sem var alltaf í formi. Sem stjóri, þá held ég að hann geti orðið frábær. Ég sá það strax þegar ég fylgdist með nokkrum æfingum hjá hounum," sagði Persie.

„Hann þarf tíma. Stundum sérðu lið eða þjálfara og hugsar að ef þessi þjálfari fengi 200 ár þá myndi samt ekkert gerast. Þegar ég lít á Arteta hins vegar, þá sé ég jákvæða hluti."

„Hann er að breyta litlum hlutum og það sést hvernig Arsenal liðið hefur unnið saman frá því að hann kom. Hvernig þeir verjast, gefa lítið pláss, öflugir í sóknarleiknum en þeir verða að verjast föstum leikatriðum betur."
Athugasemdir
banner
banner
banner