Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 14. ágúst 2022 19:07
Hafliði Breiðfjörð
Hemmi Hreiðars: Erum alltaf tilbúnir í stríð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var frábær leikur, okkur vantaði aðeins kraft um síðustu helgi og vissum hvað vantaði hjá okkur," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 4-1 sigur á FH í dag en liðið hafði tapað síðsta leik gegn KR 4-0.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

„Við höfum sett fókusinn í það í þessari viku og það hefur verið helvíti góður taktur í heildina í margar vikur. Við vitum hvað til þarf og það var ALLT til staðar í dag, það vantaði ekkert upp á það."

Hvað var það sem þið vilduð breyta?

„Það var orkustigið, það vantaði aðeins meiri kraft síðustu helgi. Það voru svosem engar breytingar heldur smá innan liðsins og vissum hvað þyrfti að bæta."

Það voru svolítil læti í ykkur, leikmenn fögnuðu tæklingum og öðru. Þjálfari FH var búinn að segjast ætla í stríð en þið voruð tilbúnir að taka á móti því.

„Við erum alltaf tilbúnir í stríð. Það er engin spurning, okkur finnst það skemmtilegt og við erum góðir í því. Allir leikir hjá okkur eru stríð. Við erum ekki á besta staðnum í töflunni en frammistöðulega séð lítur þetta fínt út og það er stemmning og klefinn er geggjaður. Menn eru að njóta þess að spila, þetta er frábært."

Voru ummælin að kveikja í ykkur?

„Alveg eins, við erum mest að fókusa á að við vitum hverju við erum geggjaðir í og meðan allir eru klárir fáum við alltaf frammistöðu. Þegar menn eru að slást og berjast fyrir hvern annan og hafa gaman af því þá fer þetta yfirleitt vel."

Nánar er rætt við Hemma í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner