Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   sun 14. ágúst 2022 19:07
Hafliði Breiðfjörð
Hemmi Hreiðars: Erum alltaf tilbúnir í stríð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var frábær leikur, okkur vantaði aðeins kraft um síðustu helgi og vissum hvað vantaði hjá okkur," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 4-1 sigur á FH í dag en liðið hafði tapað síðsta leik gegn KR 4-0.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

„Við höfum sett fókusinn í það í þessari viku og það hefur verið helvíti góður taktur í heildina í margar vikur. Við vitum hvað til þarf og það var ALLT til staðar í dag, það vantaði ekkert upp á það."

Hvað var það sem þið vilduð breyta?

„Það var orkustigið, það vantaði aðeins meiri kraft síðustu helgi. Það voru svosem engar breytingar heldur smá innan liðsins og vissum hvað þyrfti að bæta."

Það voru svolítil læti í ykkur, leikmenn fögnuðu tæklingum og öðru. Þjálfari FH var búinn að segjast ætla í stríð en þið voruð tilbúnir að taka á móti því.

„Við erum alltaf tilbúnir í stríð. Það er engin spurning, okkur finnst það skemmtilegt og við erum góðir í því. Allir leikir hjá okkur eru stríð. Við erum ekki á besta staðnum í töflunni en frammistöðulega séð lítur þetta fínt út og það er stemmning og klefinn er geggjaður. Menn eru að njóta þess að spila, þetta er frábært."

Voru ummælin að kveikja í ykkur?

„Alveg eins, við erum mest að fókusa á að við vitum hverju við erum geggjaðir í og meðan allir eru klárir fáum við alltaf frammistöðu. Þegar menn eru að slást og berjast fyrir hvern annan og hafa gaman af því þá fer þetta yfirleitt vel."

Nánar er rætt við Hemma í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner