Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   sun 14. ágúst 2022 19:07
Hafliði Breiðfjörð
Hemmi Hreiðars: Erum alltaf tilbúnir í stríð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var frábær leikur, okkur vantaði aðeins kraft um síðustu helgi og vissum hvað vantaði hjá okkur," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 4-1 sigur á FH í dag en liðið hafði tapað síðsta leik gegn KR 4-0.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

„Við höfum sett fókusinn í það í þessari viku og það hefur verið helvíti góður taktur í heildina í margar vikur. Við vitum hvað til þarf og það var ALLT til staðar í dag, það vantaði ekkert upp á það."

Hvað var það sem þið vilduð breyta?

„Það var orkustigið, það vantaði aðeins meiri kraft síðustu helgi. Það voru svosem engar breytingar heldur smá innan liðsins og vissum hvað þyrfti að bæta."

Það voru svolítil læti í ykkur, leikmenn fögnuðu tæklingum og öðru. Þjálfari FH var búinn að segjast ætla í stríð en þið voruð tilbúnir að taka á móti því.

„Við erum alltaf tilbúnir í stríð. Það er engin spurning, okkur finnst það skemmtilegt og við erum góðir í því. Allir leikir hjá okkur eru stríð. Við erum ekki á besta staðnum í töflunni en frammistöðulega séð lítur þetta fínt út og það er stemmning og klefinn er geggjaður. Menn eru að njóta þess að spila, þetta er frábært."

Voru ummælin að kveikja í ykkur?

„Alveg eins, við erum mest að fókusa á að við vitum hverju við erum geggjaðir í og meðan allir eru klárir fáum við alltaf frammistöðu. Þegar menn eru að slást og berjast fyrir hvern annan og hafa gaman af því þá fer þetta yfirleitt vel."

Nánar er rætt við Hemma í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner