De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   sun 14. ágúst 2022 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel: Hvorugt markið átti að standa
Tuchel vildi augnsamband.
Tuchel vildi augnsamband.
Mynd: Getty Images

Thomas Tuchel var ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Chelsea gegn Tottenham er liðin mættust í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.


Chelsea sýndi mikla yfirburði og tók forystuna í tvígang en í bæði skiptin tókst Tottenham að jafna. Seinna jöfnunarmarkið kom á lokasekúndunum og segir Tuchel að hvorugt markið hafi átt að standa.

Í fyrsta markinu var Kai Havertz tæklaður og skoraði Tottenham í kjölfarið af því, en þó heilum 44 sekúndum seinna. Í seinna markinu var Richarlison í rangstöðu en óljóst hversu mikil áhrif hann hafði á leikinn. Í hornspyrnunni sem kom á undan hafði Cristian Romero rifið Marc Cucurella niður á hárinu án þess að fá dæmt brot á sig. 

„Við vorum algjörlega frábærir í þessum leik. Það var bara eitt lið sem átti skilið að vinna þennan leik og það vorum við. Bæði mörkin þeirra voru ólögleg og áttu því ekki að standa," sagði Tuchel.

„Fyrst var augljóst brot á Kai Havertz og þeir skora svo beint í kjölfarið af því. Svo í seinna markinu var Richarlison í rangstöðu að trufla markmanninn og ég hélt að það væri bannað að rífa í hár á fótboltavelli?

„Við stjórnuðum þessum leik í 90 mínútur og við erum ótrúlega óheppnir að fá ekki stigin sem við áttum skilið."

Tuchel var svo spurður út í átökin milli hans og Antonio Conte, knattspyrnustjóra Tottenham.

„Ég hélt að maður ætti að horfa í augun á hvorum öðrum þegar maður tekst í hendur. Hann var með aðra skoðun á því. Þetta var óþarfi en það var líka margt annað sem gerðist þarna sem var óþarfi."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner