Brighton gekk í dag frá kaupum á þýska kantmanninum Brajan Gruda frá Mainz fyrir 25 milljónir punda.
Gruda, sem er tvítugur, spilaði 28 leiki með Mainz í þýsku deildinni á síðasta tímabili og átti stóran þátt í að bjarga liðinu frá falli. Hann spilar mest megnis á vængnum, en getur einnig spilað á miðri miðju og fyrir aftan framherja.
Leikmaðurinn æfði með þýska landsliðinu fyrir Evrópumótið en þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.
Brighton hefur nú fest kaup á þessum efnilega leikmanni en kaupverðið er 25 milljónir punda og gerði hann fjögurra ára samning.
Fabian Hurzeler, nýr stjóri Brighton, er ánægður með að hafa landað Gruda.
„Ég sá þau miklu áhrif sem hann hafði í þýsku deildinni á síðustu leiktíð. Ég er ákaflega hrifinn af þessum leikmanni,“ sagði Hurzeler
We are pleased to announce the signing of Brajan Gruda from German club FSV Mainz, subject to work permit application and international clearance. ????
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) August 14, 2024
Athugasemdir