Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 14. ágúst 2024 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Dragan óánægður með leikjaniðurröðun KSÍ: Þetta er ósanngjarnt
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, hrósaði Aftureldingu fyrir 3-1 sigurinn í Lengjudeildinni í kvöld, en sá einnig færi til þess að skjóta á KSÍ fyrir niðurröðun leikja.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  3 Afturelding

Afturelding kláraði Dalvík/Reyni á síðasta hálftíma leiksins. Heimamenn jöfnuðu en Afturelding svaraði með tveimur mörkum frá Aroni Jóhannssyni.

„Þeir skora þrjú og við eitt. Þetta er tapleikur en við gátum gert betur. Þetta voru einstaklingsmistök hjá okkur eins og er búið að gerast nokkrum sinnum hjá okkur í sumar, en svona er þetta.“

„Mikil vonbrigði eftir að við jöfnum í 1-1 og fljótlega fáum við mark númer tvö á okkur sem drepur okkur eiginlega. Við náðum ekki að koma til baka eftir það,“
sagði Dragan við Fótbolta.net.

Afturelding spilaði síðasti í deildinni á fimmtudag á meðan Dalvík/Reynir átti leik á laugardag. Mosfellingar fengu því auka tvo daga í endurheimt, en Dragan skilur ekki alveg hvernig stendur á því að fyrirkomulaginu sé háttað á þennan veg.

„Þetta er allt í lagi. Við mætum til að vinna alla leiki og höldum bara áfram. Við gleymum þessum tapleik og hugsum bara um næsta leik á móti Keflavík, en mig langar að koma aðeins inn á Aftureldingarliðið. Síðustu tuttugu mínúturnar voru þeir miklu betri en við og við vorum alveg búnir á því síðustu tuttugu, en ég skil ekki reglur eða hvernig þetta er ákveðið. Afturelding spilaði síðasta fimmtudag á meðan við spiluðum á laugardag. Þeir fengu tvo daga meira en við í hvíld og það er svolítið ósanngjarnt,“ sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner