Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, hrósaði Aftureldingu fyrir 3-1 sigurinn í Lengjudeildinni í kvöld, en sá einnig færi til þess að skjóta á KSÍ fyrir niðurröðun leikja.
Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 - 3 Afturelding
Afturelding kláraði Dalvík/Reyni á síðasta hálftíma leiksins. Heimamenn jöfnuðu en Afturelding svaraði með tveimur mörkum frá Aroni Jóhannssyni.
„Þeir skora þrjú og við eitt. Þetta er tapleikur en við gátum gert betur. Þetta voru einstaklingsmistök hjá okkur eins og er búið að gerast nokkrum sinnum hjá okkur í sumar, en svona er þetta.“
„Mikil vonbrigði eftir að við jöfnum í 1-1 og fljótlega fáum við mark númer tvö á okkur sem drepur okkur eiginlega. Við náðum ekki að koma til baka eftir það,“ sagði Dragan við Fótbolta.net.
Afturelding spilaði síðasti í deildinni á fimmtudag á meðan Dalvík/Reynir átti leik á laugardag. Mosfellingar fengu því auka tvo daga í endurheimt, en Dragan skilur ekki alveg hvernig stendur á því að fyrirkomulaginu sé háttað á þennan veg.
„Þetta er allt í lagi. Við mætum til að vinna alla leiki og höldum bara áfram. Við gleymum þessum tapleik og hugsum bara um næsta leik á móti Keflavík, en mig langar að koma aðeins inn á Aftureldingarliðið. Síðustu tuttugu mínúturnar voru þeir miklu betri en við og við vorum alveg búnir á því síðustu tuttugu, en ég skil ekki reglur eða hvernig þetta er ákveðið. Afturelding spilaði síðasta fimmtudag á meðan við spiluðum á laugardag. Þeir fengu tvo daga meira en við í hvíld og það er svolítið ósanngjarnt,“ sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 21 | 11 | 5 | 5 | 49 - 26 | +23 | 38 |
2. Fjölnir | 21 | 10 | 7 | 4 | 34 - 24 | +10 | 37 |
3. Keflavík | 21 | 9 | 8 | 4 | 33 - 24 | +9 | 35 |
4. ÍR | 21 | 9 | 8 | 4 | 30 - 25 | +5 | 35 |
5. Afturelding | 21 | 10 | 3 | 8 | 36 - 36 | 0 | 33 |
6. Njarðvík | 21 | 8 | 8 | 5 | 32 - 27 | +5 | 32 |
7. Þróttur R. | 21 | 7 | 6 | 8 | 32 - 29 | +3 | 27 |
8. Leiknir R. | 21 | 8 | 3 | 10 | 32 - 33 | -1 | 27 |
9. Grindavík | 21 | 6 | 7 | 8 | 38 - 44 | -6 | 25 |
10. Þór | 21 | 5 | 8 | 8 | 30 - 37 | -7 | 23 |
11. Grótta | 21 | 4 | 4 | 13 | 30 - 48 | -18 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 21 | 2 | 7 | 12 | 21 - 44 | -23 | 13 |
Athugasemdir