Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 14. ágúst 2024 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Dragan óánægður með leikjaniðurröðun KSÍ: Þetta er ósanngjarnt
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, hrósaði Aftureldingu fyrir 3-1 sigurinn í Lengjudeildinni í kvöld, en sá einnig færi til þess að skjóta á KSÍ fyrir niðurröðun leikja.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  3 Afturelding

Afturelding kláraði Dalvík/Reyni á síðasta hálftíma leiksins. Heimamenn jöfnuðu en Afturelding svaraði með tveimur mörkum frá Aroni Jóhannssyni.

„Þeir skora þrjú og við eitt. Þetta er tapleikur en við gátum gert betur. Þetta voru einstaklingsmistök hjá okkur eins og er búið að gerast nokkrum sinnum hjá okkur í sumar, en svona er þetta.“

„Mikil vonbrigði eftir að við jöfnum í 1-1 og fljótlega fáum við mark númer tvö á okkur sem drepur okkur eiginlega. Við náðum ekki að koma til baka eftir það,“
sagði Dragan við Fótbolta.net.

Afturelding spilaði síðasti í deildinni á fimmtudag á meðan Dalvík/Reynir átti leik á laugardag. Mosfellingar fengu því auka tvo daga í endurheimt, en Dragan skilur ekki alveg hvernig stendur á því að fyrirkomulaginu sé háttað á þennan veg.

„Þetta er allt í lagi. Við mætum til að vinna alla leiki og höldum bara áfram. Við gleymum þessum tapleik og hugsum bara um næsta leik á móti Keflavík, en mig langar að koma aðeins inn á Aftureldingarliðið. Síðustu tuttugu mínúturnar voru þeir miklu betri en við og við vorum alveg búnir á því síðustu tuttugu, en ég skil ekki reglur eða hvernig þetta er ákveðið. Afturelding spilaði síðasta fimmtudag á meðan við spiluðum á laugardag. Þeir fengu tvo daga meira en við í hvíld og það er svolítið ósanngjarnt,“ sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner