Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mið 14. ágúst 2024 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Jón Inga: Barnalegt af okkar hálfu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ingason, fyrirliði ÍBV, var sár og svekktur að lið hans kastaði frá sér þægilegum sigri gegn ÍR niður í 2-2 jafntefli í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 ÍR

ÍBV var komið í 2-0 og manni fleiri en ÍR-ingar komu til baka með mörkum frá Óliver Elís Hlynssyni og Marc McAusland.

Í uppbótartíma gátu Eyjamenn tryggt sér sigurinn er liðið fékk vítaspyrnu. Sverrir Páll Hjaltested fór á punktinn en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson sá við honum.

„Tvö töpuð stig, þannig met ég þetta. Við erum komnir í 2-0 og manni fleiri í þokkabót en það virðist valda okkur vandræðum að vera fleiri inn á vellinum. Það hefur verið raunin í sumar, þannig þetta eru klárlega tvö töpuð stig. Barnalegt af okkar hálfu sem lið að klára þennan leik ekki manni fleiri og 2-0 yfir á heimavelli,“ sagði Jón við Fótbolta.net.

Jón segir ekki endilega að vítaspyrnan sem liðið fékk sé ekki endilega það sem réði úrslitum.

„Auðvitað er það súrt að klúðra víti í lok leiks en ég vil meina að það sé ekki endilega það sem réði úrslitum í dag. Auðvitað hefði verið sætt að klára þetta svona í lokin en það hefði ekki átt að þurfa koma til þess að þurfa víti á síðustu mínútu í uppbótartíma til að klára þennan leik. Hann hefði átt að vera búinn fyrr og það er bara okkar sök en með því sögðu er enn nóg eftir af þessu móti. Auðvitað er þetta högg á heimavelli og miðað við þróun leiksins hefðum við viljað taka þrjú stig, en það er bara næsti leikur á sunnudaginn við Gróttu og við erum staðráðnir í að leiðrétta þetta sem átti sér stað hérna í dag. Við vitum að við getum gert miklu betur og höfum sýnt það meira og minna allt sumar, þannig það er að spýta í lófa, bretta upp ermar og mæta gíraðir á sunnudag,“ sagði hann ennfremur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.

Eyjamenn eru enn í góðri stöðu. Liðið er í öðru sæti með 32 stig, einu á eftir Fjölni í titilbaráttunni þegar fimm umferðir eru eftir. Efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina, en síðan leika liðin í öðru til fimmta sæti um hitt sætið sem gefur þátttökurétt í Bestu fyrir næstu leiktíð.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir