Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 14. ágúst 2024 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Jón Inga: Barnalegt af okkar hálfu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ingason, fyrirliði ÍBV, var sár og svekktur að lið hans kastaði frá sér þægilegum sigri gegn ÍR niður í 2-2 jafntefli í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 ÍR

ÍBV var komið í 2-0 og manni fleiri en ÍR-ingar komu til baka með mörkum frá Óliver Elís Hlynssyni og Marc McAusland.

Í uppbótartíma gátu Eyjamenn tryggt sér sigurinn er liðið fékk vítaspyrnu. Sverrir Páll Hjaltested fór á punktinn en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson sá við honum.

„Tvö töpuð stig, þannig met ég þetta. Við erum komnir í 2-0 og manni fleiri í þokkabót en það virðist valda okkur vandræðum að vera fleiri inn á vellinum. Það hefur verið raunin í sumar, þannig þetta eru klárlega tvö töpuð stig. Barnalegt af okkar hálfu sem lið að klára þennan leik ekki manni fleiri og 2-0 yfir á heimavelli,“ sagði Jón við Fótbolta.net.

Jón segir ekki endilega að vítaspyrnan sem liðið fékk sé ekki endilega það sem réði úrslitum.

„Auðvitað er það súrt að klúðra víti í lok leiks en ég vil meina að það sé ekki endilega það sem réði úrslitum í dag. Auðvitað hefði verið sætt að klára þetta svona í lokin en það hefði ekki átt að þurfa koma til þess að þurfa víti á síðustu mínútu í uppbótartíma til að klára þennan leik. Hann hefði átt að vera búinn fyrr og það er bara okkar sök en með því sögðu er enn nóg eftir af þessu móti. Auðvitað er þetta högg á heimavelli og miðað við þróun leiksins hefðum við viljað taka þrjú stig, en það er bara næsti leikur á sunnudaginn við Gróttu og við erum staðráðnir í að leiðrétta þetta sem átti sér stað hérna í dag. Við vitum að við getum gert miklu betur og höfum sýnt það meira og minna allt sumar, þannig það er að spýta í lófa, bretta upp ermar og mæta gíraðir á sunnudag,“ sagði hann ennfremur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.

Eyjamenn eru enn í góðri stöðu. Liðið er í öðru sæti með 32 stig, einu á eftir Fjölni í titilbaráttunni þegar fimm umferðir eru eftir. Efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina, en síðan leika liðin í öðru til fimmta sæti um hitt sætið sem gefur þátttökurétt í Bestu fyrir næstu leiktíð.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner