Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 14. ágúst 2024 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Jón Inga: Barnalegt af okkar hálfu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ingason, fyrirliði ÍBV, var sár og svekktur að lið hans kastaði frá sér þægilegum sigri gegn ÍR niður í 2-2 jafntefli í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 ÍR

ÍBV var komið í 2-0 og manni fleiri en ÍR-ingar komu til baka með mörkum frá Óliver Elís Hlynssyni og Marc McAusland.

Í uppbótartíma gátu Eyjamenn tryggt sér sigurinn er liðið fékk vítaspyrnu. Sverrir Páll Hjaltested fór á punktinn en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson sá við honum.

„Tvö töpuð stig, þannig met ég þetta. Við erum komnir í 2-0 og manni fleiri í þokkabót en það virðist valda okkur vandræðum að vera fleiri inn á vellinum. Það hefur verið raunin í sumar, þannig þetta eru klárlega tvö töpuð stig. Barnalegt af okkar hálfu sem lið að klára þennan leik ekki manni fleiri og 2-0 yfir á heimavelli,“ sagði Jón við Fótbolta.net.

Jón segir ekki endilega að vítaspyrnan sem liðið fékk sé ekki endilega það sem réði úrslitum.

„Auðvitað er það súrt að klúðra víti í lok leiks en ég vil meina að það sé ekki endilega það sem réði úrslitum í dag. Auðvitað hefði verið sætt að klára þetta svona í lokin en það hefði ekki átt að þurfa koma til þess að þurfa víti á síðustu mínútu í uppbótartíma til að klára þennan leik. Hann hefði átt að vera búinn fyrr og það er bara okkar sök en með því sögðu er enn nóg eftir af þessu móti. Auðvitað er þetta högg á heimavelli og miðað við þróun leiksins hefðum við viljað taka þrjú stig, en það er bara næsti leikur á sunnudaginn við Gróttu og við erum staðráðnir í að leiðrétta þetta sem átti sér stað hérna í dag. Við vitum að við getum gert miklu betur og höfum sýnt það meira og minna allt sumar, þannig það er að spýta í lófa, bretta upp ermar og mæta gíraðir á sunnudag,“ sagði hann ennfremur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.

Eyjamenn eru enn í góðri stöðu. Liðið er í öðru sæti með 32 stig, einu á eftir Fjölni í titilbaráttunni þegar fimm umferðir eru eftir. Efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina, en síðan leika liðin í öðru til fimmta sæti um hitt sætið sem gefur þátttökurétt í Bestu fyrir næstu leiktíð.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner