Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að það líti ekki vel út fyrir Liverpool að félaginu hafi mistekist að kaupa Martin Zubimendi frá Real Sociedad.
Spánverjinn hafnaði Liverpool sem hafði lagt á sig mikla vinnu til að sannfæra miðjumanninn.
Spánverjinn hafnaði Liverpool sem hafði lagt á sig mikla vinnu til að sannfæra miðjumanninn.
„Mér fannst þetta ganga vel þar til við fengum fréttirnar um að leikmaðurinn sem stjórinn vildi væri ekki að koma. Ef maður les á milli línanna var hann búinn að segja þeim að hann væri klár í slaginn. Liverpool borgar riftunarákvæði og ég held að félagið setji þá pressu á hann að vera áfram," segir Carragher.
Hann og Gary Neville voru að fara yfir málin í hlaðvarpsþættinum Stick to Football.
„Hann sagði já og hefur síðan skipt um skoðun," segir Neville sammála.
Carragher heldur áfram: „Þetta var ekki eins auðvelt og það hljómaði fyrir Liverpool. Í hreinskilni þá lítur þetta ekki vel út fyrir Liverpool."
Sagt er að forráðamenn Liverpool séu pirraðir út í ákvörðun Zubimendi eftir að spænski leikmaðurinn hafi sagst tilbúinn að koma til þeirra. Liverpool vill fá inn varnarengilið áður en glugganum verður lokað.
Athugasemdir