Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mið 14. ágúst 2024 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Lygileg endurkoma í Eyjum - „Kannski ekki hugmyndafræðin sem við vinnum eftir“
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason
Árni Freyr Guðnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhelm Þráinn varði víti í uppbótartíma
Vilhelm Þráinn varði víti í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var lygilegt. 2-0 undir, manni færri, komum til baka og verjum víti í lokin. Þetta var gott stig,“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir magnaða endurkomu í 2-2 jafnteflinu gegn ÍBV í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 ÍR

ÍR-ingar voru komnir í slæm mál eftir rúman klukkutíma. Eyjamenn voru komnir i 2-0 og búið að reka Jordian G S Farahani af velli.

En eins og Árni kom inn á í víðtalinu þá gefast ÍR-ingar aldrei upp. Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn úr víti og þá jafnaði Marc McAusland metin seint í leiknum.

Undir lok leiks fengu Eyjamenn vítaspyrnu sem Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði og bjargaði þar með stigi fyrir ÍR-inga.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik og eitthvað sem við Jói getum tekið á okkur, hvernig við lögðum upp. Þetta virkaði ekki neitt og breytum aðeins í hálfleik. Mér fannst við komast aðeins betur inn í þetta í byrjun seinni en þá fáum við rautt spjald og þá var þetta orðið erfitt. Við misstum aldrei trúna og gefumst aldrei upp, þannig mikill karakter að ná í þetta stig.“

„Ég var ekkert rosalega bjartsýnn en við erum búnir að reyna að troða í hausinn á mönnum að við getum unnið alla. Við þurftum að fara í leik sem hentar ekkert brjálæðislega vel að taka langar aukaspyrnar frá miðjunni og inn í teig. Við fengum vítaspyrnu úr því þá kemur auka kraftur og þeir verða stressaðir að vera missa niður forystuna. Þetta er kannski ekki hugmyndafræðin sem við vinnum eftir en hún virkaði í dag. Við gefumst aldrei upp og það er jákvætt.“


Vilhelm Þráinn Sigurjónsson, markvörður ÍR, varði vítaspyrnu seint í uppbótartíma frá Sverri Hjaltested. Árni hafði allan tímann trú á því að hann myndi verja vítaspyrnuna.

„Mér fannst þetta ekki vera víti en ég held að þeir hafi átt að fá víti í sókninni á undan. Hann dæmdi það og þannig er það, en geggjað hjá Villa að verja þetta. Ég hafði alveg trú á að hann myndi verja þetta og hann er búinn að taka eitt annað í sumar þannig mikið hrós á hann,“ sagði hann ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir