Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 14. ágúst 2024 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Lygileg endurkoma í Eyjum - „Kannski ekki hugmyndafræðin sem við vinnum eftir“
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason
Árni Freyr Guðnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhelm Þráinn varði víti í uppbótartíma
Vilhelm Þráinn varði víti í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var lygilegt. 2-0 undir, manni færri, komum til baka og verjum víti í lokin. Þetta var gott stig,“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir magnaða endurkomu í 2-2 jafnteflinu gegn ÍBV í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 ÍR

ÍR-ingar voru komnir í slæm mál eftir rúman klukkutíma. Eyjamenn voru komnir i 2-0 og búið að reka Jordian G S Farahani af velli.

En eins og Árni kom inn á í víðtalinu þá gefast ÍR-ingar aldrei upp. Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn úr víti og þá jafnaði Marc McAusland metin seint í leiknum.

Undir lok leiks fengu Eyjamenn vítaspyrnu sem Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði og bjargaði þar með stigi fyrir ÍR-inga.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik og eitthvað sem við Jói getum tekið á okkur, hvernig við lögðum upp. Þetta virkaði ekki neitt og breytum aðeins í hálfleik. Mér fannst við komast aðeins betur inn í þetta í byrjun seinni en þá fáum við rautt spjald og þá var þetta orðið erfitt. Við misstum aldrei trúna og gefumst aldrei upp, þannig mikill karakter að ná í þetta stig.“

„Ég var ekkert rosalega bjartsýnn en við erum búnir að reyna að troða í hausinn á mönnum að við getum unnið alla. Við þurftum að fara í leik sem hentar ekkert brjálæðislega vel að taka langar aukaspyrnar frá miðjunni og inn í teig. Við fengum vítaspyrnu úr því þá kemur auka kraftur og þeir verða stressaðir að vera missa niður forystuna. Þetta er kannski ekki hugmyndafræðin sem við vinnum eftir en hún virkaði í dag. Við gefumst aldrei upp og það er jákvætt.“


Vilhelm Þráinn Sigurjónsson, markvörður ÍR, varði vítaspyrnu seint í uppbótartíma frá Sverri Hjaltested. Árni hafði allan tímann trú á því að hann myndi verja vítaspyrnuna.

„Mér fannst þetta ekki vera víti en ég held að þeir hafi átt að fá víti í sókninni á undan. Hann dæmdi það og þannig er það, en geggjað hjá Villa að verja þetta. Ég hafði alveg trú á að hann myndi verja þetta og hann er búinn að taka eitt annað í sumar þannig mikið hrós á hann,“ sagði hann ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner