Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
banner
   mið 14. ágúst 2024 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Lygileg endurkoma í Eyjum - „Kannski ekki hugmyndafræðin sem við vinnum eftir“
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason
Árni Freyr Guðnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhelm Þráinn varði víti í uppbótartíma
Vilhelm Þráinn varði víti í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var lygilegt. 2-0 undir, manni færri, komum til baka og verjum víti í lokin. Þetta var gott stig,“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir magnaða endurkomu í 2-2 jafnteflinu gegn ÍBV í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 ÍR

ÍR-ingar voru komnir í slæm mál eftir rúman klukkutíma. Eyjamenn voru komnir i 2-0 og búið að reka Jordian G S Farahani af velli.

En eins og Árni kom inn á í víðtalinu þá gefast ÍR-ingar aldrei upp. Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn úr víti og þá jafnaði Marc McAusland metin seint í leiknum.

Undir lok leiks fengu Eyjamenn vítaspyrnu sem Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði og bjargaði þar með stigi fyrir ÍR-inga.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik og eitthvað sem við Jói getum tekið á okkur, hvernig við lögðum upp. Þetta virkaði ekki neitt og breytum aðeins í hálfleik. Mér fannst við komast aðeins betur inn í þetta í byrjun seinni en þá fáum við rautt spjald og þá var þetta orðið erfitt. Við misstum aldrei trúna og gefumst aldrei upp, þannig mikill karakter að ná í þetta stig.“

„Ég var ekkert rosalega bjartsýnn en við erum búnir að reyna að troða í hausinn á mönnum að við getum unnið alla. Við þurftum að fara í leik sem hentar ekkert brjálæðislega vel að taka langar aukaspyrnar frá miðjunni og inn í teig. Við fengum vítaspyrnu úr því þá kemur auka kraftur og þeir verða stressaðir að vera missa niður forystuna. Þetta er kannski ekki hugmyndafræðin sem við vinnum eftir en hún virkaði í dag. Við gefumst aldrei upp og það er jákvætt.“


Vilhelm Þráinn Sigurjónsson, markvörður ÍR, varði vítaspyrnu seint í uppbótartíma frá Sverri Hjaltested. Árni hafði allan tímann trú á því að hann myndi verja vítaspyrnuna.

„Mér fannst þetta ekki vera víti en ég held að þeir hafi átt að fá víti í sókninni á undan. Hann dæmdi það og þannig er það, en geggjað hjá Villa að verja þetta. Ég hafði alveg trú á að hann myndi verja þetta og hann er búinn að taka eitt annað í sumar þannig mikið hrós á hann,“ sagði hann ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner