ÍBV og Grindavík áttust við á Hásteinsvelli í Vestmananeyjum í dag þar em ÍBV fór með 2-1 sigur af hólmi. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og vilja en eyjamenn spiluðu mjög taktískt í dag í rokinu í Vestmannaeyjum.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 1 Grindavík
„Ég er mjög mjög mjög glaður við náðum tveimur sigrum í röð og það er það sem við vildum svo við erum helvíti glaðir."
Sagði Sindri Snær fyrirliði ÍBV eftir leik
Þetta var annar sigur ÍBV í röð en þeir spiluðu mjög vel á KR velli í seinustu umferð og eru komnir úr fallsætinu með sigrinum á Grindavík í kvöld.
„Við erum ennþá nú bara þarna við fallbáráttuna þannig við ætlum bara sækja eins mörg stig og við getum og sækja fleiri stig strax á sunnudaginn en það er gott að vera búnir að lyfta sér aðeins upp töfluna en þetta er ekki nærrum því búið og við þurfum að sækja fleiri stig"
Það var erfitt að spila fótbolta í dag en rokið hafði áhrif á þenann leik.
„Þetta var nú hundleiðinlegt í þessu roki þetta var ekki fallegt í þessu roki og ekki mikið fyrir augað fannst mér alla vega á vellinum fannst mér, en við unnum grunnvinnuna vel baráttu og leikgleði og það skilaði okkur þessum sigri í dag "
ÍBV spilaði mjög aftarlega í þessum leik og leyfðu Grindvíkingum að stjórna svolítið leiknum og það gekk upp hjá eyjamönnum
„Við leyfðum þeim svolítið að vera með boltann sem þeir eru ekki vanir og það gekk vel upp hjá okkur að leyfa þeim að koma framar og við refsum þeim tvisvar í byrjun leiks "
Sindri er mjög ánægður með Shahab sem hefur komið gífurlega sprækur inn í seinustu tvo leiki ÍBV og skoraði tvö mörk í dag
„Shahab var virkilega sprækur í dag og virkilega sprækur í síðasta leik og hann er að tengja tvo leiki í röð og það er mjög gott fyrir okkur að fleiri leikmenn eru að bæta sig og stíga upp hjá okkur við þurfum á öllum að halda í seinustu umferðirnar "
Fjölnir missteig sig gegn ÍA og Víkingur Ólafsvík á erfiðan útileik gegn Stjörnunni. Þetta er allt í höndum ÍBV núna
„Meðan við fáum stig erum við alltaf glaðir stigin telja og við þurfum bara að sækja fleiri stig"
Athugasemdir






















