Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   lau 14. september 2019 18:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Pétur: Skiptir ekki máli svo lengi sem við klárum okkar leik
Pétur Theódór Árnason leikmaður Gróttu
Pétur Theódór Árnason leikmaður Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta gerði heldur góða ferð suður með sjó í dag þegar þeir heimsóttu botnlið Njarðvíkur á Rafholtsvellinum þegar flautað var til leiks í 21.Umferð Inkasso deildar karla.
Grótta hefði með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum getað tryggt sér sæti í Pepsi Max deild karla að ári.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 Grótta

„Þetta voru bara ótrúlega erfiðar aðstæður og frekar skítaleikur en glaður að þetta tókst." Sagði Pétur Theódór Árnason leikmaður Gróttu og næst markahæsti maður Inkasso-deildarinnar eftir leikinn í dag.

Gróttumenn hafa átt magnað sumar en Pétur Theódór fékk það verkefni að svara hvað er það sem er að smella saman hjá þeim.
„ Við erum með góðan og samstilltan hóp, frábæra þjálfara og við erum bara búnir að fara langt á því og eiga gott sumar og tekið einn leik í einu." 

Pétur Theódór Árnason hefur verið funheitur fyrir framan markið í sumar og markakóngstitilinn er í augnsýn. 
„Það er bara geðveikt að spila í þessu liði, maður fær fullt af færum og maður þarf bara að vera tilbúin þegar maður fær þau og mér hefur gengið ágætlega hingað til."  
„Það skiptir ekki máli svo lengi sem við klárum bara okkar leik og svo kemur bara í ljós hvernig það fer ,það yrði gaman að klára það en við sjáum bara til."


Aðpurður hvort að hann væri með einhver skilaboð til stuðningmanna Gróttu fyrir næstu helgi hafði Pétur Theódór þetta að segja.
„Það er ekki oft sem að Grótta hefur verið í þessari stöðu áður, bara aldrei þannig ég vona bara að endilega sjá sem flesta." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner