Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   lau 14. september 2019 18:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Pétur: Skiptir ekki máli svo lengi sem við klárum okkar leik
Pétur Theódór Árnason leikmaður Gróttu
Pétur Theódór Árnason leikmaður Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta gerði heldur góða ferð suður með sjó í dag þegar þeir heimsóttu botnlið Njarðvíkur á Rafholtsvellinum þegar flautað var til leiks í 21.Umferð Inkasso deildar karla.
Grótta hefði með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum getað tryggt sér sæti í Pepsi Max deild karla að ári.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 Grótta

„Þetta voru bara ótrúlega erfiðar aðstæður og frekar skítaleikur en glaður að þetta tókst." Sagði Pétur Theódór Árnason leikmaður Gróttu og næst markahæsti maður Inkasso-deildarinnar eftir leikinn í dag.

Gróttumenn hafa átt magnað sumar en Pétur Theódór fékk það verkefni að svara hvað er það sem er að smella saman hjá þeim.
„ Við erum með góðan og samstilltan hóp, frábæra þjálfara og við erum bara búnir að fara langt á því og eiga gott sumar og tekið einn leik í einu." 

Pétur Theódór Árnason hefur verið funheitur fyrir framan markið í sumar og markakóngstitilinn er í augnsýn. 
„Það er bara geðveikt að spila í þessu liði, maður fær fullt af færum og maður þarf bara að vera tilbúin þegar maður fær þau og mér hefur gengið ágætlega hingað til."  
„Það skiptir ekki máli svo lengi sem við klárum bara okkar leik og svo kemur bara í ljós hvernig það fer ,það yrði gaman að klára það en við sjáum bara til."


Aðpurður hvort að hann væri með einhver skilaboð til stuðningmanna Gróttu fyrir næstu helgi hafði Pétur Theódór þetta að segja.
„Það er ekki oft sem að Grótta hefur verið í þessari stöðu áður, bara aldrei þannig ég vona bara að endilega sjá sem flesta." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner