Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 14. september 2021 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Verðskuldaður sigur Young Boys á Man Utd
Paul Pogba, miðjumaður Man Utd, í leiknum.
Paul Pogba, miðjumaður Man Utd, í leiknum.
Mynd: Getty Images
United lagðist mjög aftarlega eftir rauða spjaldið.
United lagðist mjög aftarlega eftir rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Fyrstu tveir leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar voru að klárast og það var heldur betur dramatík í Sviss þar sem Young Boys tókst að leggja Manchester United að velli.

Cristiano Ronaldo kom Man Utd yfir snemma leiks en eftir 35 mínútna leik fékk Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Man Utd, að líta beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu.

Við það breyttist leikurinn. Heimaliðið hafði spilað vel fram að rauða spjaldinu, en eftir það var leikurinn í raun einstefna. Ole Gunnar Solskjær setti Raphael Varane inn á í hálfleik og var með fimm manna vörn í seinni hálfleiknum. United var mjög aftarlega og bauð upp á pressu.

Jöfnunarmarkið kom á 66. mínútu og sigurmarkið kom í uppbótartímanum eftir skelfileg mistök frá varamanninum Jesse Lingard. Enski landsliðsmaðurinn ætlaði að senda til baka en sendingin var vægast sagt slök; Theoson Siebatcheu komst inn í hana og skoraði.

Lokatölur 2-1 og fyllilega verðskuldaður sigur Young Boys. United byrjar riðlakeppnina ekki vel. Mótherjinn í kvöld átti að vera sá auðveldasti í riðlinum.

Jafnt á Spáni
Í hinum leiknum sem var að klárast gerðu Sevilla og Salzburg 1-1 jafntefli.

Bæði mörkin komu af vítapunktinum í fyrri hálfleik. Youssef En-Nesyri, sóknarmaður Sevilla, var rekinn af velli snemma í seinni hálfleik, fyrir leikaraskap; hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir dýfu. En Salzburg náði ekki að nýta sér liðsmuninn og lokatölur 1-1.

Young Boys 2 - 1 Manchester Utd
0-1 Cristiano Ronaldo ('13 )
1-1 Moumi Ngamaleu ('66 )
2-1 Theoson Siebatcheu ('90 )
Rautt spjald: Aaron Wan-Bissaka, Manchester Utd ('35)

Sevilla 1 - 1 Salzburg
0-1 Luka Sucic ('21 , víti)
1-1 Ivan Rakitic ('42 , víti)
Rautt spjald: Youssef En-Nesyri, Sevilla ('50)
Athugasemdir
banner
banner