Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fim 14. september 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Leikplanið klárt fyrir laugardaginn - „Við vitum hvar við getum meitt þá"
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig, við erum orðnir spenntir fyrir þessum degi," segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net.

Á laugardaginn leikur KA til úrslita í Mjólkurbikarnum gegn Víkingum á Laugardalsvelli.

„Við erum að æfa fyrir norðan, tökum æfingu á morgun, fljúgum svo suður og gistum hér. Við erum að æfa fyrir norðan en við höfum ákveðið að æfa á grasi fyrir þennan leik til að vera sem best undirbúnir."

KA fór síðast í úrslitaleik bikarkeppninnar árið 2004 þegar liðið tapaði á móti Keflavík.

„Þetta er mjög stór leikur, en við erum líka búnir að upplifa frábæra leiki í Evrópukeppninni. Við höfum verið að skrifa söguna í KA. Við vorum gríðarlega ánægðir með þá keppni. Við ætlum að gera allt sem við getum til að vinna þennan titil á móti flottu Víkingsliði. Ef það tekst þá verðum gríðarlega ánægðir."

Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar og þeir eru búnir að vera handhafar Mjólkurbikarsins í meira en 1400 daga.

„Það skiptir mig svo sem engu máli. Við mætum góðu liði. Við erum búnir að skoða þá vel og við vitum hvar við getum meitt þá. Við vitum hvað við þurfum að undirbúa okkur vel. Leikplanið er klárt og svo er það að mæta leikinn með sigurhugarfar," sagði Hallgrímur.„Við þekkjum Víking vel en við erum búnir að spila á móti mörgum góðum liðum í sumar. Við vitum hvar við getum meitt þá og ætlum að reyna að gera það á laugardaginn."

Hallgrímur býst við góðum stuðningi á vellinum á laugardaginn, um 1500 KA-mönnum. „Vonandi getum við gefið þeim æðislegan dag."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner