Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   fim 14. september 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Leikplanið klárt fyrir laugardaginn - „Við vitum hvar við getum meitt þá"
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig, við erum orðnir spenntir fyrir þessum degi," segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net.

Á laugardaginn leikur KA til úrslita í Mjólkurbikarnum gegn Víkingum á Laugardalsvelli.

„Við erum að æfa fyrir norðan, tökum æfingu á morgun, fljúgum svo suður og gistum hér. Við erum að æfa fyrir norðan en við höfum ákveðið að æfa á grasi fyrir þennan leik til að vera sem best undirbúnir."

KA fór síðast í úrslitaleik bikarkeppninnar árið 2004 þegar liðið tapaði á móti Keflavík.

„Þetta er mjög stór leikur, en við erum líka búnir að upplifa frábæra leiki í Evrópukeppninni. Við höfum verið að skrifa söguna í KA. Við vorum gríðarlega ánægðir með þá keppni. Við ætlum að gera allt sem við getum til að vinna þennan titil á móti flottu Víkingsliði. Ef það tekst þá verðum gríðarlega ánægðir."

Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar og þeir eru búnir að vera handhafar Mjólkurbikarsins í meira en 1400 daga.

„Það skiptir mig svo sem engu máli. Við mætum góðu liði. Við erum búnir að skoða þá vel og við vitum hvar við getum meitt þá. Við vitum hvað við þurfum að undirbúa okkur vel. Leikplanið er klárt og svo er það að mæta leikinn með sigurhugarfar," sagði Hallgrímur.„Við þekkjum Víking vel en við erum búnir að spila á móti mörgum góðum liðum í sumar. Við vitum hvar við getum meitt þá og ætlum að reyna að gera það á laugardaginn."

Hallgrímur býst við góðum stuðningi á vellinum á laugardaginn, um 1500 KA-mönnum. „Vonandi getum við gefið þeim æðislegan dag."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner