Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fim 14. september 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Leikplanið klárt fyrir laugardaginn - „Við vitum hvar við getum meitt þá"
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig, við erum orðnir spenntir fyrir þessum degi," segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net.

Á laugardaginn leikur KA til úrslita í Mjólkurbikarnum gegn Víkingum á Laugardalsvelli.

„Við erum að æfa fyrir norðan, tökum æfingu á morgun, fljúgum svo suður og gistum hér. Við erum að æfa fyrir norðan en við höfum ákveðið að æfa á grasi fyrir þennan leik til að vera sem best undirbúnir."

KA fór síðast í úrslitaleik bikarkeppninnar árið 2004 þegar liðið tapaði á móti Keflavík.

„Þetta er mjög stór leikur, en við erum líka búnir að upplifa frábæra leiki í Evrópukeppninni. Við höfum verið að skrifa söguna í KA. Við vorum gríðarlega ánægðir með þá keppni. Við ætlum að gera allt sem við getum til að vinna þennan titil á móti flottu Víkingsliði. Ef það tekst þá verðum gríðarlega ánægðir."

Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar og þeir eru búnir að vera handhafar Mjólkurbikarsins í meira en 1400 daga.

„Það skiptir mig svo sem engu máli. Við mætum góðu liði. Við erum búnir að skoða þá vel og við vitum hvar við getum meitt þá. Við vitum hvað við þurfum að undirbúa okkur vel. Leikplanið er klárt og svo er það að mæta leikinn með sigurhugarfar," sagði Hallgrímur.„Við þekkjum Víking vel en við erum búnir að spila á móti mörgum góðum liðum í sumar. Við vitum hvar við getum meitt þá og ætlum að reyna að gera það á laugardaginn."

Hallgrímur býst við góðum stuðningi á vellinum á laugardaginn, um 1500 KA-mönnum. „Vonandi getum við gefið þeim æðislegan dag."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir