Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 14. september 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Leikplanið klárt fyrir laugardaginn - „Við vitum hvar við getum meitt þá"
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig, við erum orðnir spenntir fyrir þessum degi," segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net.

Á laugardaginn leikur KA til úrslita í Mjólkurbikarnum gegn Víkingum á Laugardalsvelli.

„Við erum að æfa fyrir norðan, tökum æfingu á morgun, fljúgum svo suður og gistum hér. Við erum að æfa fyrir norðan en við höfum ákveðið að æfa á grasi fyrir þennan leik til að vera sem best undirbúnir."

KA fór síðast í úrslitaleik bikarkeppninnar árið 2004 þegar liðið tapaði á móti Keflavík.

„Þetta er mjög stór leikur, en við erum líka búnir að upplifa frábæra leiki í Evrópukeppninni. Við höfum verið að skrifa söguna í KA. Við vorum gríðarlega ánægðir með þá keppni. Við ætlum að gera allt sem við getum til að vinna þennan titil á móti flottu Víkingsliði. Ef það tekst þá verðum gríðarlega ánægðir."

Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar og þeir eru búnir að vera handhafar Mjólkurbikarsins í meira en 1400 daga.

„Það skiptir mig svo sem engu máli. Við mætum góðu liði. Við erum búnir að skoða þá vel og við vitum hvar við getum meitt þá. Við vitum hvað við þurfum að undirbúa okkur vel. Leikplanið er klárt og svo er það að mæta leikinn með sigurhugarfar," sagði Hallgrímur.„Við þekkjum Víking vel en við erum búnir að spila á móti mörgum góðum liðum í sumar. Við vitum hvar við getum meitt þá og ætlum að reyna að gera það á laugardaginn."

Hallgrímur býst við góðum stuðningi á vellinum á laugardaginn, um 1500 KA-mönnum. „Vonandi getum við gefið þeim æðislegan dag."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir