Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. október 2019 14:08
Magnús Már Einarsson
Alexis Sanchez frá í allt að þrjá mánuði
Sanchez meiddist í landsleik um helgina.
Sanchez meiddist í landsleik um helgina.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez, sem er í láni hjá Inter frá Manchester United, verður frá keppni í allt að þrjá mánuði eftir að hafa meiðst á ökkla í landsleik Síle og Kolumbíu um helgina.

Sanchez þarf mögulega að fara í aðgerð og þá verður hann frá keppni fram yfir áramót.

„Hann gæti endað á að fara undir hnífinn," sagði Reinaldo Rueda landsliðsþjálfari Síle.

„Félagið hans Inter mun ákveða það. Við gætum misst hann í tvo eða þrjá mánuði."

„Þetta er synd því hann var byrjaður að spila aftur með Inter og skoraði tvö mörk með þeim auk þess að spila í Meistaradeildinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner