Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. október 2021 18:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Bayern með stórsigur í Íslendingaslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bayern Munchen vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeild kvenna í kvöld en liðið lagði Hacken með fjórum mörkum gegn engu.

Staðan var 2-0 í hálfleik en Lea Schuller skoraði bæði mörkin snemma leiks.

Linda Dallmann bætti þriðja markinu við þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Fjórða og síðasta mark leiksins leit dagsins ljós í uppbótartíma.

Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inná sem varamaður undir lok leiksins. Diljá Ýr Zomers kom inná undir lok leiksins af bekknum hjá Hacken.

Bayern er á toppi D-riðils með 4 stig en Hacken er á botninum með 0 stig eftir tvo leiki.

Barcelona vann Koge í C-riðli. Leiknum lauk með 2-0 sigri spænska félagsins. Fyrra markið kom eftir rúmlega klukkutíma leik en Jenifer Hermoso tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins.

Bayern W 4 - 0 Hacken W
1-0 Schller ('8 )
2-0 Schller ('11 )
3-0 Dallmann ('70 )
4-0 Damnjanovic ('90 )

Koge W 0 - 2 Barcelona W
0-1 Rolfo ('63 )
0-2 Hermoso ('90 )
Athugasemdir
banner
banner