fim 14. nóvember 2019 16:51 |
|
Íslenska liðið lenti í rosalegri umferðarteppu

Íslenska liðið lenti í umferðarteppu á völlinn, en náði samt að skila sér á réttum tíma - eiginlega.
„Ég hef séð annað eina, þetta var rosaleg umferðarteppa," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í viðtali við RÚV.
„Það truflaði okkur ekki neitt. Þetta var skemmtileg skoðunarferð um Istanbúl."
Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl á eftir og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.
Tyrkir munu tryggja sig inn á EM með jafntefli eða sigri í kvöld.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
17:10
06:00