Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 14. desember 2019 17:56
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Maddison: Tvö töpuð stig
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: Getty Images
James Maddison lék í liði Leicester í dag sem gerði óvænt 1-1 jafntefli við Norwich, fyrir leikinn hafði Leicester unnið átta leiki í röð.

Maddison talaði um tvö töpuðu stig þegar hann mætti í viðtal að leik loknum.

„Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þetta séu tvö töpuð stig, við vitum að það er erfitt að eiga við Norwich þrátt fyrir að staðan í deildinni segi kannski annað. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu."

„Það var eitthvað sem var ekki að smella hjá okkur, við getum þó verið ánægðir með að hafa ekki tapað. Þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér er það mikilvægt að þú gefist ekki upp og sýnir karakter svo leikurinn tapist ekki," sagði Maddison.

„Við gerðum ákveðnar breytingar í hálfleik og þær skiluðu sér vel inn í seinni hálfleikinn. Við sýndum ákveðinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner