Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 15. janúar 2020 20:45
Aksentije Milisic
Scholes: Williams á að vera fyrsti kostur í vinstri bakverðinum
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að Brandon Williams eigi að vera fyrsti kostur liðsins í vinstri bakverðinum. Þetta sagði Scholes á BT Sport í kvöld fyrir leik Manchester United og Wolves í FA bikarnum sem nú er í gangi.

Ole Gunnar Solskjær hefur notað nokkra leikmenn í þessari stöðu í vetur en það er bæði vegna meiðsla og ekki næginlega góðra frammistaða.

Brandon Williams fékk tækifæri hjá United snemma á tímabilinu og síðan þá hefur hann spilað reglulega fyrir liðið. Á meðan framtíð Ashley Young hjá United er óljós þá hefur Ole gefið Wiliams mikinn spiltíma undanfarið en það er líka vegna meiðsla hjá Luke Shaw sem virðist aldrei ná að haldast heill í lengri tíma.

„Eins og er, þá verður Williams að spila alla leiki þessa stundina. Mér líkar vel við Luke Shaw en hann nær aldrei að tengja saman nokkra leiki og nær því ekki að komast í næginlega gott leikform sem er ætlast til af leikmönnum Manchester United," sagði Scholes.

„Brandon er frábær varnarmaður en hann getur líka tekið þátt í sóknarleiknum. Hann er með gæði og hann mun hlaupa upp og niður völlinn. Hann getur sótt og skorað mörk."

Þegar þetta er skrifað er staðan 0-0 í hálfleik hjá United og Wolves. Brandon Wiliams er á sínum stað í vinstri bakverðinum. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr. Football, er ekki jafn hrifinn af Brandon en hann lét leikmaninn aðeins heyra það fyrir varnarleik sinn í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner