Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 15. janúar 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Tottenham hyggst ekki reyna að halda Bale
Stutt stopp hjá Tottenham?
Stutt stopp hjá Tottenham?
Mynd: Getty Images
The Times segir að ekki sé búist við því að Tottenham framlengi eins árs lánssamning Gareth Bale sem muni því væntanlega snúa aftur til Real Madrid í sumar.

Bale hefur aðeins spilað 623 mínútur í 12 leikjum fyrir Tottenham og var ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli gegn Fulham í vikunni. Bale hefur ekki náð að koma sér í liðið hjá Jose Mourinho.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn en Bale hefur aðeins byrjað einn úrvalsdeildarleik á þessu tímabili.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í dag að engar viðræður hefðu átt sér stað um framlengingu við Bale.

„Við tökum eitt skref í einu og reynum að ná því besta út úr honum," segir Mourinho.

Þessi 31 árs velski landsliðsmaður hjálpaði Real Madrid að vinna Meistaradeildina fjórum sinnum og La Liga tvisvar þegar hann var hjá félaginu.

Samband Bale og Zinedine Zidane hefur verið mikið í umræðunni og virðist Bale ekki eiga bjarta framtíð hjá Real Madrid þar sem hann er samningsbundinn til 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner