Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. janúar 2022 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rangnick: Þetta er eins og tap
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
„Það er mjög erfitt að vera jákvæður núna," sagði Ralf Rangnick, stjóri Manchester United, eftir 2-2 jafntefli gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

„Mér finnst þetta vera besti leikurinn frá því ég tók við. Við vorum með yfirburði fyrstu 30 mínúturnar. Við erum að taka skref fram á við en það er ýmislegt sem við getum gert betur."

„Planið var að pressa þá á miðsvæðinu - við gerðum það vel fyrstu 30 mínúturnar - og stjórna boltanum, það var það jákvæða."

Man Utd komst í 2-0 en kastaði frá sér forystunni á nokkrum mínútum.

„Þegar þú ert 2-0 yfir, þá verður þú að verjast betur en við gerðum á síðustu 15 mínútunum. Við gáfum boltann of mikið frá okkur og við vorum ekki eins þéttir og við höfðum verið... þetta er eins og tap."

„Við erum mjög vonsviknir. Við erum að taka skref fram á við, en þetta snýst um úrslit. Við gáfum tvö stig frá okkur."
Athugasemdir
banner