Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. apríl 2021 22:00
Aksentije Milisic
Kemst Man Utd loksins í úrslitaleik undir Ole? - „Þurfum að taka næsta skref"
Mynd: Getty Images
„Þetta var góður leikur. Það eru allir leikir erfiðir í Evrópudeildinni og það skiptir ekki máli gegn hvaða liði þú spilar," sagði Bruno Fernandes eftir sigur Manchester United á Granada í kvöld.

„Við vitum að Granada er hættulegt lið, þeir geta skapað færi. Við gerðum vel, stjórnuðum leiknum og vorum mikið með boltann. Við héldum boltanum á hreyfing og að lokum komu úrslitin."

Man Utd mætir Roma í undanúrslitum en þetta er í fimmta skiptið sem United kemst í undanúrslit undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Tvíveigis hefur liðið dottið úr leik gegn Man City í undanúrslitum deildabikarsins, einu sinni gegn Chelsea í undanúrslitum FA bikarsins og svo féll liðið úr leik gegn Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar fyrir rúmu ári síðan.

„Nú þurfum við að taka næsta skref. Við einbeitum okkur að undanúrslitunum og við ætlum að vinna það einvígi. Fyrst er það deildarkeppnin samt," sagði Bruno sem var fyrirliði United í síðari hálfleiknum.

„Öll lið gera þér erfitt fyrir. Þeir eru sterkir varnarlega og geta skapað færi fram á við. Sumir af leikmönnum þeirra hafa spilað á Englandi en við vitum hvað við þurfum að gera," sagði Bruno þegar hann var spurður út í AS Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner