Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. maí 2019 16:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 9. sæti: Leicester City
Jamie Vardy skoraði 18 mörk.
Jamie Vardy skoraði 18 mörk.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers tók við Leicester í lok febrúar.
Brendan Rodgers tók við Leicester í lok febrúar.
Mynd: Getty Images
Ricardo Pereira var valinn bestur hjá Leicester.
Ricardo Pereira var valinn bestur hjá Leicester.
Mynd: Getty Images
Claude Puel var rekinn í febrúar.
Claude Puel var rekinn í febrúar.
Mynd: Getty Images
James Maddison átti mjög gott tímabil, hann var stoðsendingahæstur. Maddison lagði upp sjö mörk.
James Maddison átti mjög gott tímabil, hann var stoðsendingahæstur. Maddison lagði upp sjö mörk.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða gengi Leicester.

Leicester City lék opnunarleik tímabilsins við Manchester United á Old Trafford, þar var niðurstaðan 2-1 tap gegn heimamönnum, eftir þetta tap komu hins vegar tveir sigurleikir í röð. Leicester vann samtals fimmtán deildarleiki á tímabilinu, átta fyrir áramót og sjö eftir áramót.

Leicester fékk 52 stig og endaði í 9. sæti, þetta er besti árangur liðsins frá því að þeir urðu Englandsmeistarar tímabilið 2015/16. West Ham fékk jafn mörg stig og Leicester en þeir síðarnefndu voru með betri markatölu. Leicester tók reyndar líka 9. sætið í fyrra en þá voru þeir með fimm stigum minna en þeir fengu í ár.

Frakkinn Claude Puel var knattspyrnustjóri Leicester þegar tímabilið fór af stað, hann var hins vegar rekinn í lok febrúar og Leicester réði mann í staðinn fyrir hann sem er nokkuð kunnugur ensku úrvalsdeildinni, Brendan nokkur Rodgers tók við liðinu. Samningurinn sem Rodgers skrifaði undir gildir í þrjú og hálft ár.

Besti leikmaður Leicester á tímabilinu:
Ricardo Pereira var valinn besti leikmaður Leicester á tímabilinu, frábær á sínu fyrsta tímabili á Englandi þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði upp sex í 35 deildarleikjum. Pereira er bakvörður frá Portúgal sem kom til Leicester frá Porto fyrir tímabilið.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Jamie Vardy: 18 mörk.
James Maddison: 7 mörk.
Demarai Gray: 4 mörk.
Harry Maguire: 3 mörk.
Wes Morgan: 3 mörk.
Youri Tielemans: 3 mörk.
Marc Albrighton: 2 mörk.
Ricardo Pereira: 2 mörk.
Wilfred Ndidi: 2 mörk.
Harvey Barnes: 1 mark.
Jonny Evans: 1 mark.
Rachid Ghezzal: 1 mark.
Kelechi Iheanacho: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
James Maddison: 7 stoðsendingar.
Ricardo Pereira: 6 stoðsendingar.
Ben Chilwell: 4 stoðsendingar.
Youri Tielemans: 4 stoðsendingar.
Jamie Vardy: 4 stoðsendingar.
Kelechi Iheanacho: 3 stoðsendingar.
Marc Albrighton: 2 stoðsendingar.
Harvey Barnes: 2 stoðsendingar.
Demarai Gray: 1 stoðsending.
Shinji Okazaki: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Wilfred Ndidi: 38 leikir.
Kasper Schmeichel: 38 leikir.
Ben Chilwell: 36 leikir.
James Maddison: 36 leikir.
Ricardo Pereira: 35 leikir.
Demarai Gray: 34 leikir.
Jamie Vardy: 34 leikir.
Harry Maguire: 31 leikur.
Nampalys Mendy: 31 leikur.
Kelechi Iheanacho: 30 leikir.
Marc Albrighton: 27 leikir.
Jonny Evans: 24 leikir.
Wes Morgan: 22 leikir.
Shinji Okazaki: 21 leikur.
Rachid Ghezzal: 19 leikir.
Harvey Barnes: 16 leikir.
Youri Tielemans: 13 leikir.
Daniel Amartey: 9 leikir.
Hamza Choudhury: 9 leikir.
Vicente Iborra: 8 leikir.
Danny Simpson: 6 leikir.
Caglar Soyuncu: 6 leikir.
Christian Fuchs: 3 leikir.
Adrien Silva: 2 leikir.
Fousseni Diabaté: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Leicester var bara með þeim betri í vetur hjá liðunum í úrvalsdeildinni, þeir fengu á sig 48 mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Markaskorarinn mikli Jamie Vardy fékk flest stigin af leikmönnum Leicester, 174 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Leicester fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði hárrétt fyrir um gengi Leicester á tímabilinu, 9. sætið var spáin sem varð svo niðurstaðan.

Spáin fyrir enska - 9. sæti: Leicester

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Leicester á tímabilinu
Twitter - Heimsbyggðin sendir Leicester kveðjur
„Svartasti dagur í sögu okkar"
Tár úr leikmönnum Leicester þegar þeir skoðuðu minningarsvæðið
Maddison: Bjóst við snertingu sem kom svo aldrei
Tielemans til Leicester - Silva til Mónakó (Staðfest)
Claude Puel rekinn frá Leicester (Staðfest)
Brendan Rodgers nýr stjóri Leicester (Staðfest)

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9. Leicester City
10. sæti West Ham
11. sæti Watford
12. sæti Crystal Palace
13. sæti Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner