Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. maí 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Toppslagur á Akranesi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fjórða umferð Pepsi Max-deildar karla fer af stað í dag þegar HK tekur á móti ÍBV í Kórnum í botnslag. Bæði lið eru með eitt stig.

Víkingur R. mætir svo Stjörnunni í Laugardalnum. Víkingur er með tvö stig og Stjarnan með fimm eftir sigur gegn HK í síðustu umferð.

KA, sem hafði betur gegn Íslandsmeisturum Vals í síðasta heimaleik, taka á móti Blikum. Þeir grænu hafa farið vel af stað og eru á toppi deildarinnar á markatölu, með sjö stig. KA er með þrjú stig.

Stórleikur dagsins er á Akranesi og verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ferskt lið ÍA mætir þar FH og eru bæði lið með sjö stig fyrir viðureignina.

Það er ekki aðeins Pepsi Max-deildin sem er á dagskrá í kvöld því Mjólkurbikar kvenna verður einnig í boði. Þar verður keppt á Húsavík, Sauðárkróki, Mosfellsbæ og í Kópavogi.

Að lokum eru fimm leikir á dagskrá í 4. deild karla. Meðal þeirra er suðurlandsslagur milli KFR og Ægis og bjarnaslagurinn á Fjölnisvelli.

Pepsi Max-deild karla
18:45 HK-ÍBV (Kórinn)
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Eimskipsvöllurinn)
19:15 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)
19:15 ÍA-FH (Norðurálsvöllurinn - Stöð 2 Sport)

Mjólkurbikar kvenna
19:00 Völsungur-Sindri (Húsavíkurvöllur)
19:00 Tindastóll-Hamrarnir (Sauðárkróksvöllur)
19:00 Afturelding-Grindavík (Varmárvöllur - gervigras)
19:00 Augnablik-Grótta (Fífan)

4. deild karla - A-riðill - 4. deild karla
20:00 Björninn-Ísbjörninn (Fjölnisvöllur - Gervigras)

4. deild karla - B-riðill - 4. deild karla
20:00 Úlfarnir-KM (Framvöllur - Úlfarsárdal)
20:00 Hvíti riddarinn-Afríka (Tungubakkavöllur)

4. deild karla - D-riðill - 4. deild karla
20:00 KFR-Ægir (SS-völlurinn)
20:00 Elliði-Kóngarnir (Fylkisvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner