Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. maí 2021 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hversu vitlaus er Rauschenberg að öskra ekki eins og stunginn grís?"
Örvar fékk ekki víti
Örvar fékk ekki víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Martin Rauschenberg
Martin Rauschenberg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlendur Eiríksson
Erlendur Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Valsmenn, Íslandsmeistararnir, unnu HK með kolólöglegu sigurmarki á lokasekúndum leiksins. Sverrir Páll Hjaltested braut á Martin Rauschenberg í aðdraganda marksins," sagði Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football hlaðvarpsins í þætti gærdagsins. Hjörvar er HK-ingur, það skal tekið fram og oft stutt í grínið.

„Hversu vitlaus er Rauschenberg að öskra ekki eins og stunginn grís? Helst að fá alla sjúkrabíla landsins á svæðið," bætti Hjöbbi við.

Atvikið má sjá hér að neðan en Rauschenberg og Sverrir börðust um boltann eftir fyrirgjöf frá Birki Má Sævarssyni. Í kjölfarið fékk svo Almarr Ormarsson og skoraði sigurmarkið.

„Það var það fyrsta sem ég hugsaði, hann stóð bara upp eins og ekkert hafði ískorist og hélt áfram," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í þættinum.

„Heiðarleikinn var HK-ingum að falli, ekki í fyrsta og ekki í síðasta skiptið. Það verður samt að gefa Hjaltested að það er hrikalega góð holning á honum. Hann lúkkar eins og leikmaður og það er eitthvað við hann," sagði Hjöbbi.

Hjörvar vildi fá víti þegar Örvar Eggertsson féll í teignum eftir viðskipti við Johannes Vall. „Svo átti HK að fá víti en Erlendur Eiríksson (dómari leiksins) þorði ekki að benda á punktinn. Maður veltir því líka fyrir sér hvað AD1 (Aðstoðardómarinn þeim megin sem varamannabekkirnir eru) var að gera. Það var enginn bolti nálægt þegar hann straujar Örvar niður. HK átti að fá tvö víti."

Vildu fá tvö víti

„HK átti líka að fá víti í fyrri hálfleik, ég verð að henda gulu spjaldi á Ella Eiríks, mér finnst hann vera byrja mótið illa. Unnar Steinn gerði t.d. ekki neitt í Árbænum (leikmaður Fylkis gegn FH í 1. umferð) þegar hann fékk seinna gula."

„Þetta var 100% víti þegar Örvar fór niður og hitt var líka víti. Það er oft þannig að stóru liðin fá svona dóma með sér. Ég er nokkuð viss um að ef þetta hefði verið Patrick Pedersen (sóknarmaður Vals) sem hefði farið niður en ekki Örvar Eggertsson að þá væri búið að benda á punktinn,"
sagði Kristján Óli Sigurðsson sem var sérfræðingur í þættinum.

„Það er eins og menn vilji losna við HK úr efstu deild. Það mun bara peppa HK-Ultras upp og vonandi mun það ekki takast," sagði Hjöbbi.



Sjá einnig:
Brynjar segir dómarann hafa klikkað í stóru atriðunum


Athugasemdir
banner
banner
banner