Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. maí 2021 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðsmarkvörðurinn meiddur á öxl
Páfinn
Páfinn
Mynd: Getty Images
Nick Pope glímir við meiðsli á öxl og er hann því ekki með Burnley sem leikur þessa stundina við Leeds í ensku úrvalsdeildinni.

Pope er einn allra besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar og er í harðri samkeppni við þá Jordan Pickford og Dean Henderson um að verða aðalmarkvörður enska landsliðsins á EM í sumar.

Bailey Peacock-Farrell er í markinu hjá Burnley í stað Pope. Tölfræðin er ekki með Burnley með Bailey í markinu því liðið hefur tapað öllum leikjunum sem hann hefur varið mark liðsins í á leiktíðinni. Þetta er fjórði leikur Bailey á leiktíðinni í úrvalsdeildinni.

Burnley tryggði sér sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Fulham um síðustu helgi. Staðan í leiknum í dag er markalaus eftir rúmlega tuttugu mínútur.
Athugasemdir
banner
banner
banner