Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. maí 2022 13:50
Ívan Guðjón Baldursson
Dwight Yorke tekinn við Macarthur FC (Staðfest)
Yorke með félaga sínum Patrick Vieira, knattpsyrnustjóra Crystal Palace.
Yorke með félaga sínum Patrick Vieira, knattpsyrnustjóra Crystal Palace.
Mynd: Getty Images

Dwight Yorke, fyrrum sóknarmaður Aston Villa og Manchester United, hefur verið ráðinn í sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari.


Hinn fimmtugi Yorke er tekinn við stjórnartaumunum á Macarthur FC sem leikur í efstu deild í Ástralíu og búinn að skrifa undir tveggja ára samning.

Hann tekur við af Ante Milicic sem er fyrrum landsliðsþjálfari kvennaliðs Ástralíu og náði í 33 stig úr 26 leikjum með Macarthur FC á síðustu leiktíð og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni.

„Ég er ótrúlega spenntur fyrir mínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari. Ég hef fylgst með áströlsku deildinni frá því að ég spilaði hérna og átta mig á þeim kröfum og skyldum sem fylgja starfinu," sagði Yorke.

„Ég hlakka mikið til áskorunarinnar og vonast til að geta bætt liðið á ölllum sviðum. Mitt markmið er að ná árangri og spila skemmtilegan fótbolta."


Athugasemdir
banner
banner