Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. maí 2022 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Valgeir Lunddal og Davíð Kristján mættust
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Jon Forberg

Valgeir Lunddal Friðriksson og Davíð Kristján Ólafsson mættust á vængnum í efstu deild sænska boltans í dag.


Valgeir Lunddal byrjaði í hægri bakverði hjá Häcken sem tók á móti Kalmar sem mætti með Davíð Kristján í vinstri bakverði.

Báðir spiluðu þeir 90 mínútur og höfðu Valgeir og félagar að lokum betur með 3-1 sigri þökk sé Alexander Jeremejeff sem skoraði tvö.

Häcken er í þriðja sæti eftir sigurinn, með 17 stig úr 8 leikjum. Kalmar er um miðja deild með 12 stig.

Stærsti leikur dagsins var þegar Hammarby tók á móti AIK í toppslag og úr varð geggjaður sex marka leikur.

Jón Guðni Fjóluson er samningsbundinn Hammarby en var ekki með í dag vegna meiðsla. 

AIK er á toppi sænsku deildarinnar en er aðeins með tveggja stiga forystu á Hammarby sem á leik til góða, alveg eins og Häcken.

Þá kom Ari Freyr Skúlason seint inn af bekknum í stórsigri Norrköping gegn Sundsvall á meðan Adam Benediktsson horfði á liðsfélaga sína í Gautaborg gera jafntefli við Varbergs. Oskar Tor Sverrisson var ekki í hóp hjá Varbergs.

Þetta var fjórði sigur Norrköping í röð og er liðið komið með 13 stig.

Að lokum vann Vasalunds góðan sigur á útivelli gegn Haninge í C-deild í Svíþjóð.

Alexander Helgi Sigurðarson var ekki í hóp.

Häcken 3 - 1 Kalmar
0-1 K. Lund ('2, sjálfsmark)
1-1 Rygaard Jensen ('38)
2-1 A. Jeremejeff ('59)
3-1 A. Jeremejeff ('83, víti)

Norrköping 5 - 1 Sundsvall

Hammarby 3 - 3 AIK

Gautaborg 1 - 1 Varbergs

Haninge 1 - 4 Vasalunds


Athugasemdir
banner
banner