Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   lau 15. júní 2019 18:27
Arnar Daði Arnarsson
Óli Jó: Árið í fyrra er búið
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals ásamti Óla Kalla sem skoraði tvö í dag.
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals ásamti Óla Kalla sem skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson var ánægður eftir 5-1 sigur Vals í botnbaráttuslag gegn ÍBV á heimavelli í 8. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 ÍBV

„Þetta var fínn leikur að okkar hálfu og við fögnum því. Við erum svosem ekkert að breyta neinu. Við spiluðum ekkert alslæma leiki gegn FH, Stjörnunni og Breiðabliki en þetta datt með okkur í dag."

„Við spiluðum mjög vel og ég er mjög ánægður með það," sagði Ólafur sem stillti upp byrjunarliði með tíu leikmönnum sem léku með liðinu í fyrra. Valsliðið í dag minnti marga á liðið frá því í fyrra.

„Árið í fyrra er búið. Ég er ekkert að pæla í því. Eins og ég segi, ég er ánægður með leikinn. Fínn leikur," sagði Óli en hvað var hann ánægðastur með?

„Ég var ánægður með að fá stigin þrjú. Spilamennskan var frábær og við uppskárum þrjú stig útaf því."

„Það er alltaf mikilvægt að ná í sigra, hvort sem það er stórleikur framundan eða ekki. Það er leikur gegn KR á miðvikudaginn og það er alvöru leikur."
Athugasemdir
banner
banner