Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. ágúst 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin - Fer Manchester City í undanúrslitin?
Manchester City mætir Lyon í kvöld.
Manchester City mætir Lyon í kvöld.
Mynd: Getty Images
8-liða úrslitin í Meistaradeildinni klárast í kvöld klukkan 19:00 þegar Manchester City og Lyon eigast við. Ekki er leikið heima og að heiman í 8-liða úrslitunum heldur fara allir leikirnir fram í Portúgal og leikið er til þrautar.

Meistaraspáin er klár fyrir kvöldið. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Kristján Guðmundsson

Manchester City 3 - 1 Lyon
Þessi lið gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum í Meistaradeildarriðlinum á seinustu leiktíð og City hefur ekki unnið Lyon í seinustu þremur viðureignum liðanna. Stíflan brestur þó í þessum leik, miðja varnar Lyon galopnast í leiknum og City vinnur Lyon, sem hefur komið skemmtilega á óvart í Meistaradeildinni í ár.

Óli Stefán Flóventsson

Manchester City 3 - 0 Lyon
Það er einhver ára yfir Man City í meistaradeildinni þetta árið. Það kæmi mér alls ekki á óvart ef Pep færi alla leið núna þegar menn eiga alls ekki von á því. Lyon sýndu það á móti Juventus að þeir eru sýnd veiði en alls ekki gefin. Meistari Pep setur hins vegar upp sýningu og þeir vinna sannfærandi 3-0 sigur. Gabriel Jesus, Raheem Sterling og De Bruyne skora mörk þeirra ljósbláu.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Manchester City 4 - 0 Lyon
Það er góður gír á Manchester City um þessar mundir og liðið er líklegt til að ná loks að hreppa hinn heilaga kaleik. Lyon verður lítil fyrirstaða, tvö mörk frá City í sitthvorum hálfleiknum. Jesus með tvö.

Staðan í heildarkeppninni:
Fótbolti.net - 14 stig
Kristján Guðmundsson - 9 stig
Óli Stefán Flóventsson - 9 stig
Athugasemdir
banner
banner