Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 15. ágúst 2021 19:42
Arnar Laufdal Arnarsson
Jónatan Ingi: Pogba og Bruno voru flottir í gær
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var miklu betra, mér fannst við vinna sem lið, vorum þolinmóðir, það var auðvitað bara 1-0 í hálfleik en síðan komum við bara og kláruðum leikinn, gott að skora nokkur mörk og fannst við bara hafa gaman að því að spila sem lið," sagði Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH eftir 5-0 sigur gegn Leikni í dag.

Lestu um leikinn: FH 5 -  0 Leiknir R.

FH-ingar fengu umdeilt víti í fyrri hálfleik en það var einmitt brotið á Jónatani.

„Sko ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en ég upplifi þetta þannig að ég sé hann (Gyrðir Hrafn) er að koma og er að renna sér, ég ætla að þykjast skjóta og taka boltann til baka en hann rennir sér niður og kippir bara löppunum mínum með og ég þurfti ekkert að henda mér niður."

Jónatan Ingi var maður leiksins þar sem hann lagði upp þrjú af fimm mörkum FH-inga, svipað og Paul Pogba gerði gegn Leeds í gær þegar hann lagði upp fjögur.

„Já ég er United maður, Pogba og Bruno voru flottir í gær en nei nei auðvitað stundum dettur þetta bara þannig. stundum klára þeir færin úr sendingunum mínum og stundum ekki. Í dag þá duttu þrjú inn og það er gaman en auðvitað bara skemmtilegast að vinna loksins leik."

Hvernig metur Jónatan frammistöðu sína á þessu tímabili?

„Ég væri samt ennþá til í að skora meira sjálfur, ég hef komist í mikið af færum en ég er líka að búa mikið til fyrir aðra en tölurnar tala sínu máli ég er klárlega með fleiri mörk og stoðsendingar í ár heldur en síðustu ár en ég vill samt skora meira."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Jónatan einnig um þennan unga leikmannahóp sem FH er með.
Athugasemdir
banner