sun 15. september 2019 15:56
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: ÍBV lagði Fylki - Keflavík fallið
Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði fyrir ÍBV
Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði fyrir ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tveimur fyrstu leikjum dagsins í 17. umferð Pepsi Max-deildar kvenna er lokið en ÍBV vann Fylki 2-0 og felldi þá um leið Keflavík.

ÍBV gat með sigri í dag tryggt sæti sitt í deildinni og liðið gerði það með því að skora tvö gegn Fylki. Þórdís Elva Ágústsdóttir gerði Fylkisliðinu erfitt fyrir er hún var rekin af velli á 37. mínútu fyrir hefnibrot og innan við mínútu síðar skoraði Brenna Lovera og kom Eyjaliðinu yfir.

Sigríður Lára Garðarsdóttir bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu og fór ÍBV því með 2-0 sigur af hólmi og sætið í Pepsi Max-deildinni tryggt.

Keflavík fellur þá en liðið er að vinna HK/Víking 4-1. Liðið fer með sigrinum upp í 13 stig fyrir lokaumferðina, fimm stigum á eftir ÍBV.

Selfoss vann þá KR 2-0 á Meistaravöllum. Allison Murpy skoraði tvö mörk með sjö mínútna millibili og 3. sætið öruggt en Selfoss er með 31 stig, sex stigum á undan Þór/KA sem er í fjórða sæti.

Úrslit og markaskorarar:

ÍBV 2 - 0 Fylkir
1-0 Brenna Lovera ('38 )
2-0 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('45 )

KR 0 - 2 Selfoss
0-1 Allison Murphy ('19 )
0-2 Allison Murphy ('26 )
Athugasemdir
banner
banner
banner