„Erfiður leikur eins og við áttum von á. Þeir voru þéttir og erfitt að brjóta þá niður. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum. Þeir fengu sín færi og við gerðum vel að halda hreinu og vorum grimmir og uppskárum eitt mark." Segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 sigur á Vestra í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Vestri
Vörn Stjörnumanna stóð fyrir sínu og hélt hreinu í þriðja sinn í röð, vörn liðsins hefur farið vaxandi í sumar.
„Heilt yfir er ég sáttur að halda hreinu. Þeir voru með öll tök um miðjan seinni hálfleik. Það er margt sem við gátum gert betur, í fyrri hálfleik vorum við sloppy.
Þetta var erfið fæðing fyrir Stjörnumenn sem að meðal annars settu boltann tvívegis í tréverkið áður en að markið loks kom.
„Þeir gerðu vel varnarlega og þrengja að okkur inn í teignum. Þetta voru ekki auðveld færi og við vissum að þetta yrði erfitt og gæti tekið tíma og sem betur gekk það.
Stjarnan lýkur mótinu í fimma sæti fyrir tvískiptingu og því hægt að líta björtum augum á leikina sem að bíða en góður möguleiki er á að landa Evrópusæti.
„Við erum á ágætis stað og tökum núna í vikuna í að vinna í ákveðnum hlutum fram að næsta leik og við eigum í fullu fangi með það."
Athugasemdir