Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   sun 15. september 2024 20:30
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Erfiður leikur eins og við áttum von á. Þeir voru þéttir og erfitt að brjóta þá niður. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum. Þeir fengu sín færi og við gerðum vel að halda hreinu og vorum grimmir og uppskárum eitt mark." Segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 sigur á Vestra í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Vestri

Vörn Stjörnumanna stóð fyrir sínu og hélt hreinu í þriðja sinn í röð, vörn liðsins hefur farið vaxandi í sumar.

„Heilt yfir er ég sáttur að halda hreinu. Þeir voru með öll tök um miðjan seinni hálfleik. Það er margt sem við gátum gert betur, í fyrri hálfleik vorum við sloppy.

Þetta var erfið fæðing fyrir Stjörnumenn sem að meðal annars settu boltann tvívegis í tréverkið áður en að markið loks kom.

„Þeir gerðu vel varnarlega og þrengja að okkur inn í teignum. Þetta voru ekki auðveld færi og við vissum að þetta yrði erfitt og gæti tekið tíma og sem betur gekk það.

Stjarnan lýkur mótinu í fimma sæti fyrir tvískiptingu og því hægt að líta björtum augum á leikina sem að bíða en góður möguleiki er á að landa Evrópusæti.

„Við erum á ágætis stað og tökum núna í vikuna í að vinna í ákveðnum hlutum fram að næsta leik og við eigum í fullu fangi með það."
Athugasemdir
banner