Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 15. september 2024 20:30
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Erfiður leikur eins og við áttum von á. Þeir voru þéttir og erfitt að brjóta þá niður. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum. Þeir fengu sín færi og við gerðum vel að halda hreinu og vorum grimmir og uppskárum eitt mark." Segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 sigur á Vestra í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Vestri

Vörn Stjörnumanna stóð fyrir sínu og hélt hreinu í þriðja sinn í röð, vörn liðsins hefur farið vaxandi í sumar.

„Heilt yfir er ég sáttur að halda hreinu. Þeir voru með öll tök um miðjan seinni hálfleik. Það er margt sem við gátum gert betur, í fyrri hálfleik vorum við sloppy.

Þetta var erfið fæðing fyrir Stjörnumenn sem að meðal annars settu boltann tvívegis í tréverkið áður en að markið loks kom.

„Þeir gerðu vel varnarlega og þrengja að okkur inn í teignum. Þetta voru ekki auðveld færi og við vissum að þetta yrði erfitt og gæti tekið tíma og sem betur gekk það.

Stjarnan lýkur mótinu í fimma sæti fyrir tvískiptingu og því hægt að líta björtum augum á leikina sem að bíða en góður möguleiki er á að landa Evrópusæti.

„Við erum á ágætis stað og tökum núna í vikuna í að vinna í ákveðnum hlutum fram að næsta leik og við eigum í fullu fangi með það."
Athugasemdir
banner