Það er mikil óánægja með Vinicius Junior eftir sigur Real Madrid gegn Real Sociedad í gær.
Stuðningsmenn Sociedad reyndu að taka hann úr jafnvægi í hvert skipti sem hann var með boltann með einhverjum látum. Hann lét stuðningsmennina vita að hann heyrði í þeim í gegnum leikinn.
Hann kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir um klukkutíma leik. Hann fagnaði með því að 'sussa' á stuðningsmennina en það fór fyrir brjóstið á Predrag Mijatovic, fyrrum leikmanni Real.
„Hann er að kasta steinum í sitt eigið hús. Hann ætti að taka skref til baka og slaka aðeins á. Við erum ánægð með markið hans en en mjög vonsvikin með fagnið. Af hverju þarf hann að gera þetta? Hann gerir sjálfum sér illt. Við erum öll í uppnámi yfir hegðuninni," sagði Mijatovic.
Athugasemdir