Troy Deeney, sérfræðingur BBC, velur lið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Fjórða umferðin var leikin um helgina og er Liverpool á toppnum með fullt hús stiga eftir dramatískan sigur gegn Burnley á Turf Moor.
Markvörður: Gianluigi Donnarumma (Manchester City) - Fyrsti leikur og hélt hreinu í grannaslag, frábær frumraun Ítalans.
Varnarmaður: Jurrien Timber (Arsenal) - Hefur byrjað tímabilið frábærlega og hélt hreinu gegn Forest um helgina.
Varnarmaður: Nordi Mukiele (Sunderland) - Lykilmaður í liði Sunderland sem hefur byrjað frábærlega. Traustur í vörninni og hélt hreinu gegn Crystal Palace á Selhurst Park.
Varnarmaður: Cristian Romero (Tottenham) - Barðist eins og ljón í vörn Tottenham um helgina. Skoraði jafnframt gott mark sem var tekið af.
Varnarmaður: Tyrone Mings (Aston Villa) - Eins og klettur í vörn Villa í markalausu jafntefli á Hill Dickinson leikvanginum.
Miðjumaður: Moises Caicedo (Chelsea) - Skoraði laglegt mark og hélt uppteknum hætti á miðjunni í Lundúnarslag gegn Brentford.
Miðjumaður: Martin Zubimendi (Arsenal) - Nýi maðurinn gerði sig heldur betur gildandi. Skoraði tvö frábær mörk í góðum sigri á Nottingham Forest.
Miðjumaður: Pape Matar Sarr (Tottenham) - Fær aukið frelsi undir stjórn Frank og skoraði gott mark í öruggum sigri á West Ham..
Sóknarmaður: Kevin Schade (Brentford) - Skoraði gott mark og var lúsiðinn allan leikinn, gerði varnarmönnum Chelsea erfitt fyrir.
Sóknarmaður: Phil Foden (Manchester City) - Braut ísinn og skilaði góðri vakt eftir að hafa verið í mikilli lægð undanfarin misseri.
Sóknarmaður: Erling Haaland (Manchester City) - Tvö mörk í grannaslagnum. Orðinn markahæstur með fimm mörk eftir fjóra leiki.
Stjórinn: Thomas Frank (Tottenham) - Tottenham hefur byrjað tímabilið frábærlega undir stjórn Danans. Liðið vann sannfærandi sigur á West Ham um helgina.
Athugasemdir